18.10.2007 | 17:03
Dugnaður:)
Er nokkuð ánægð með mig í dag. Var langt fram á kvöld í gær að gera UTN og sendi ég s.s. vefsíðuna sem ég var löngu búin með og svo gerði ég tvö verkefni í Excel og byrjaði á því þriðja en þá var ég bara orðin svo þreytt að ég varð að fara að sofa. Svo í morgun var andinn verulega yfir mér og ég las allt LOlið og prófaði svo að nýta mér minnisaðferðir úr Sálfræðinni sem byggjast upp á að búa til teningar yfir í efnið á sem litríkasta máta og ég skal nú bara segja ykkur að sá hluti sem ég gerði þannig man ég mjög vel en þetta tekur smá langan tíma. Ég er nefnilega ferleg með að muna og verð einmitt til að skilja hlutina að geta tengt en þetta er mjög mögnuð leið Sé fram á að geta klórað mig í gegnum Lolið jája um að gera að vera bjartsýnn.
Helga mágkona mín er hérna hjá okkur og ætlar að vera fram yfir helgi gaman að því, ætlar að rifja upp takta í stúlknakórnum hjá bróður sínum og skella sér á eins og eina kóræfingu í dag. Við Katla brenndum í Nettó að sækja okkur eitthvað að snæða og svo höfum við eiginlega bara verið að spjalla og slást í morgun. Smá ergelsi í gellunni en ekkert sem er alvarlegt tönnsla nr. 2 að brjótast upp.
Var rosa dugleg í gær og hljóp 3,5 km verð að viðurkenna að ég var nær dauða en lífi en rosalega hressandi, ætla að hlaupa í dag líka þegar Brynjan mín kemur heim úr skólanum engin æfing hjá henni í dag þannig að hún passar krúttlið sitt. Annars er hún þessa dagana að selja eins og 12 kg af lakkrís eru reyndar ekki nema 7 eftir og það án þess að hún hafi gengið í hús mjög auðseljanlegt og voru meira að segja pantanir inni ef hún færi að selja svona lakkrís aftur. 1000 kr 1 kg alveg gefið. Og mjög góður ójá var með magaverki í fyrra af þessu en ekkert núna enda nammidagur ekki fyrr en á laugardag maður er nefnilega svo gríðarlega stapíll.
Ætla að halda áfram að setja Lol í minnið og það alla leið í langtímaminnið
Sjúlli kveður mjög minnugur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hæ duglega, ertu að hlaupa oft í viku?? er líka á leiðinni, búin að fara einu sinni og fer sennilega seinnipartinn í dag...
Þórunn Óttarsdóttir, 19.10.2007 kl. 08:52
Hæ Þórunn:) Er að hlaupa ca 3-5 x í viku 2,5 - 3 km í einu, hef ekki úthald í meira í einu kemur allt með tímanum. Ég keypti mér bretti þarsíðasta vetur þar sem ég hafði uppgötvað hlaupin sumarið áður en lagði ekki í að hlaupa í hálku og þetta er bara snilld hentar mér sérstaklega vel núna með kríli:::) En fer líka stundum út :) Þetta kemst fljótlega upp i vana tekur nokkur skipti. Mæli með þessu...hlaupandi sjúkraliðar um allt
Erna (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:39
O boy... hvað þið eruð duglegar....ég vildi að ég væri svona dugleg... ég er með bretti heima og labba bara rösklega... ég dræpist ef ég ætti að hlaupa......kannski tekst það einhvern tíman..... næsta markmið.......kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 19.10.2007 kl. 15:01
Veistu það Erna að þú ert alveg ferlega skemmtileg. Gangi þér vel að hlaupa og læra og allt annað sem þú hefur að gera bestu kveðjur Gagga
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 19.10.2007 kl. 22:51
já sammála seinasta ræðu manni baaaaar snillingur ;)
svava (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.