12.10.2007 | 10:41
Haus fullur af hori...er ekki lífið yndislegt:O
Ótrúlegt, ég sem kom hér með yfirlýsingu um daginn að ég væri svo eitruð að kvefið vildi bara ekki nálgast mig hefur greinilega ekki verið rétt.Ég er gersamlega stútfull af kvefi að það er eiginlega bara grátlegt. Þoli ekki kvef því þegar ég verð kvefuð sest það að í hausnum á mér og andliti og bara er þar óþolandi. En svona er lífið bara og ekkert við því að gera
Fórum og dekkuðum salinn í gær og vorum snögg að, hljóp svo heim með vagninn þegar kl vantaði korter í 7 því ég ætlaði að vera mætt aftur kl hálf átta til að selja inn. Skutlaði Kötlu í náttföt og gaf henni að borða á meðan ég eldaði mér fisk í ofninum og grænmeti. Skutlaði mér í föt þarna inn á milli, gaf litlu brjóst og sótti mömmu og þá var nú kominn alveg hellingur af fólki. En sonur Óskars og Jónína voru komin í miðasöluna þannig að þetta var allt undir control.
Fullur salur og mjög gaman, þeir félagar fóru á kostum og var þetta ofsalega gaman :) Óskar söng uppáhaldslagið mitt í restina sem Eyþór tileinkaði konunni sinn (mér::) og litlu dótturinni (sem finnst þetta mjög skemmtilegt lag) en það heitir Vertu hljóð og er vögguljóð. Reyndar orðaði Eyþór það þannig að það mátti skilja það sem svo að ég ætti að vera hljóð...haha klaufalegt en fyndið Óskar Pé átti stórgóða setningu en Sr. Óskar Hafsteinn var með svona speki inn á milli laga um ástina og söknuðinn og svo var Óskar Pé að kalla hann upp og sagði að svo heppilega vildi til að umboðsmaður þorpsins þarna uppi væri staddur hér......hélt að salurinn myndi springa. S.s. frábær kvöldstund. Var komin heim rétt fyrir 10 og þá var mín stutta bara vakandi og vildi sko ekki fara að sofa en um leið og hún sá mömmuna lá við að augun lokuðust:)
Fallegur dagur í dag, 12 stiga hiti og sól. Sveiflast mjög mikið hitastigið hérna þessa dagana. Brynja fór á hjóli í skólann þar sem það er einhver hjóladagur, var nú ekkert mjög kát með það því hún þarf yfirleitt alltaf að vera með tvær frekar þungar töskur en lét sig hafa það. Hún er svo að fara á Krókinn á laugardaginn á að vísu eftir að ná í pabba sinn en svona stefnir á það allavega og koma aftur á sunnudagskvöldið. Ekkert hitt þau síðan þau voru á Spáni þannig að það er kominn tími til, saknar systkina sinna mikið sem er eðlilegt og líka bara allra hinna á Króknum:)
Best að fara að lesa eitthvað í sálfræðinni áður en stubbur vaknar
Sjúlli kveður í bili
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.