Hvað getur maður sagt

Jahérna meiri dagurinn hjá mér. Suma daga vildi ég að ég hefði bara verið í rúminu. En s.s. ég ákvað að fara og versla fyrir tónleikana hjá Óskari Pé og Eyþóri í kvöld, rauk í Bónus og fjárfesti í 8 kg af Machintosh og 3 kg af Nóa Síríus og ég hef aldrei keypt svona mikið nammi í einu og það sem meira er að ég má EKKI fá mér bita jahérna. En það var nú ekki aðalmálið. Á meðan biðu systur sætar og góðar úti í bíl svo þegar ég kom heldur montin með allt nammið þá startaði ekki bílfreturinn.

Eins og þeir sem vita sem þekkja mig er ég ekki sú þolinmóðasta né rólegasta þegar svona skeður, en Brynja var að verða of sein þangað sem hún var að fara þannig að hún hljóp en ég hringdi í kallinn minn fokvond eins og þetta væri bara allt honum að kennaFootinMouth Hann hringdi fyrir brjáluðu konuna í Óskar Pé sem kom kjellu til bjargar og keyrði hana heim. Einhver helvítis Altenator ónýtur og ekki ódýr viðgerð skýt á 100 þús svona ALLAVEGA. 

En Óskar var varla búinn að henda mér út þegar hann kom með bíl til að lána mér hann á nefnilega 3 bíla og ég fékk bara einn og svo fór hann í að bruna með bílinn á verkstæði eins gott að þekkja bifvélavirkja:)

Við Katla ætlum svo að rölta okkur fljótlega niður í Safnaðarheimili og hjálpa Jónínu hans Óskars að raða á borð og svoleiðis og svo tónleikar kl 8 húrra fyrir því

Sjúlli kveður alveg ónýtur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já af hverju bila helv.. bílarnir alltaf þegar maður er að flýta sér.???

Aldrei biluðu þeir þegar maður fór út,,bara til að rúnta.. Óþolandi..:)

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband