Því ekki það...

Dagur að kveldi kominn sem er ágætt, finnst kvöldin svo góður tími, sérstaklega þegar Katla er sofnuð og slappa bara af og gera ekkert, er reyndar frekar sjaldgæft að ég geri ekkert á kvöldin því yfirleitt bíður lærdómurinn eftir mér en s.s. í kvöld ætla ég ekkert að læra bara slappa af og gera ekkert.

Var að dunda mér við að setja myndir inn á barnaland en ég get engan veginn minnkað þær skil ekki afhverju, tók þær á Brynju vél þar sem mín er biluð en það á nú að virka nokkurn veginn eins, en allavega eins og er eru þær risastórar og hægt að sjá hverja hrukku í andlitinu á mérErrm

Góður dagur búinn að vera, vöknuðum snemma eins og venjulega ég og litla lús eftir frekar svefnlitla nótt, síðan fórum við Brynja í ljós og þvældumst um og gerðum eiginlega ekkert vorum aðeins að kíkja í búðir og ég fór og keypti hjörtu og lifur og ég vissi ekki hvert mín dóttir ætlaði "hvort ég virkilega væri svona mikið kríp að ætla að borða innyfli" haha mér fannst það fyndið en hún tók það loforð af mér að ég myndi ekki reyna að plata þessum mat ofaní hana dulbúnum sem hakki eða einhverju slíku.Sickþekkir greinilega mömmu sína vel.

Síðan fórum við heim og hún í sturtu og fórum svo öll familian á Nings og þar var hægt að fá svona fínan DDV rétt allt klárt fínn matur. Síðan fórum við mæðgur saman á kaffihús og skönnuðum búðir og mátuðum föt og keyptum okkur eyrnalokka og skyrtu á kallinn :) Fínt bara og gott að eiga smá stund með henni. Síðan er hún í afmæli hjá Öldu fótboltavinkonu sinni, gaman að því.

Sá mikið af flottum fötum sem ég stefni á að kaupa þegar ég verð lítil:::)

Merkilegt að hér í bæ er hvergi hægt að láta brýna hnífa í hakkavél, Hildur sys er með vélina mína og ætlaði að láta brýna þá í húsasmiðjunni frekar en byko og þar voru henni bara boðnir nýir hnífar til sölu, hvað er málið er þetta orðið einnota. Ætla sko ekki að kaupa mér alltaf nýja hnífa ca 1 á ári já nei takk frekar finn ég mér upp tækni til að gera þetta sjálf þvílíkur asnaskapur.

Óskar og Eyþór voru að klára að leggja drögin að tónleikunum sínum sem verða á fimmtudaginn í safnaðarheimili Akureyrarkirkju (allir að koma) og tók ég að mér að mynda guttana á morgun og kaupa síðan kaffi og með því þetta verður æði, fyrstu tónleikarnir verða ástar- og saknaðarsöngvar, kósý stemming, kertaljós, kaffi og konfekt. Hlakka til ætla að fara, Brynja ætlar að passa verður bara að koma í ljós hvernig litlan mín verður nú ég þýt þá bara heim ekki eins og ég sé langt frá:)

Best að fara og halda áfram að gera ekkert fá mér eitthvað gott í gogginn t.d. fyrst

Sjúlli kveður hæstánægður með lífið í dag:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava Hrund Friðriksdóttir

jæja dóms dagur á morgun .... spennandi :)

Svava Hrund Friðriksdóttir, 8.10.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband