Eigum við að ræða það eitthvað nánar....nei hélt ekki

Bara snilld þessir þættir á stöð 2 næturvaktin, þoli nú yfirleitt ekki Jón Gnarr en hann er alveg að brillera jájá sæll félagi.

Skil ekkert í mér það eru liðnir tveir dagar frá síðasta bloggi veit ekki hvað er í gangi á þessu heimili. Hef reyndar lítið gert undanfarna daga nema að hugsa um mat, lærdóm, og Kötluna sem er alveg á mörkum þess að fá tönn, mamman bíður spennt og er alltaf með teskeið á lofti til að berja í góminn,litlan ekkert mjög hrifin af mömmunni sem í tíma og ótíma lemur góminn haha. Kom svo með nýtt trix í dag til að ver viss lét hana bíta í tyggjóið mitt og kannaði svo hvort það væru tannaför hihi klikkuð kelling hér á ferð jaherna.

Ætlaði að þrífa hjá mér í dag nennti því ekki, ætlaði að fara og versla í dag nennti því ekki heldur, ætlaði að læra rosalega mikið nennti því ekki = ég er letingi og ætti að skammast mínLoL Kannski ekki skrýtið þar sem maður verður latur af því að borða eins mikið og maður þarf að gera á þessum blessaða danska kúr hef aldrei átt í erfiðleikum með að borða en vá ég svona eiginlega kúgast í restina.

Borðaðu þig grannan er slagorðið og jú maður þarf að borða en "grannan" trúi ég nú ekki fyrr en ég sé það. Farin að halda að ég sé eitthvað að misskilja þetta og sé að borða eitthvað vitlaust en það kemur í ljós á þriðjudag í vigtun bara einn galli og hann er að mig langar svo í NAMMI en ég er svo viljasterk að það gerist ekki allavega ekki straxErrm Svava er djössss dugnaðar forkur en hún eiginlega smitaði mig smá eitthvað svo smitandi þegar ég vissi að hún væri í þessu:) og ég ætla sko að verða eins dugleg og hún og hananú....Crying Húrra fyrir oss

Rölti mér til Sollu í gær í morgunkaffi ár og dagur síðan ég hef farið til hennar enda vantar mig allavega 10 klst í sólarhringinn finnst ég ekki hafa neinn tíma til annars en að læra, hugsa um heimilið, börnin, kallinn (þarf mikla umönnun:::) og svo auðvitað MAT. En samt er ég eitthvað svo löt og kem engu í verk...hætt að væla.

Fallegt veður búið að vera hér í dag og ekki enn komið þetta leiðinda veður sem átti að vera hér seinnipartinn kemur kannski bara ekkert Akureyri er svo veðursæll bær eða er það ekki? Hildur kom áðan ætlaði að fara að búa til hakk en þá voru hnífarnir í vélinni hjá henni bitlausir þannig að hún kom og fékk mína hakkavél en þeir voru bitlausir líka haha varð að salta þessar aðgerðir til morguns. Gott á hana.

Mæðgnadagur á morgunLoL Ætlum að byrja á því að fara saman í ljós, ætlaði að panta í eitthvað svona dekur fyrir okkur ekki nudd heldur andlitssnyrtingu en þá vinna þær ekki á Arona eða Vitaliberata á laugardögum og við förum bara þangað. En ætlum svo á kaffihús að spjalla og fá okkur kaffi og með því eða hún fær sér með því ég fæ mér bara gulrót og kaffiDevil Síðan ætlum við að kíkja í búðir og svo reyndar ætlar hún í afmæli þannig að bíóferðin okkar datt uppfyrir en við eigum hana bara inni þangað til seinna. Höfum ekkert getað gert svona síðan Katla fæddist en núna er Eyþór alveg í fríi á morgun og við ætlum að láta vaða gaman að því. 

Best að fara að gera eitthvað af viti hvað svo sem að það gæti verið

Sjúlli kveður alveg tómur ekki í maga þó. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband