Slátur, þindahakksbollur, sigin grásleppa og hnísa - Almennilegur matur!

Undirritaður nýtur þess mjög að vera í helgarfríi.  Það var unaðslegt að heyra kirkjuklukkurnar hringja í morgun og geta slappað af heima, vitandi að tónlistin væri í góðum höndum Sigrúnar.

Í gær komu Óskar og Una ásamt Óskari jr. og Helgu Margréti og saman gerðum við slátur.  Þetta var frábær dagur, skemmtilegt að gera slátur í góðra vina hópi.  Nokkrar þindar voru hakkaðar og í gærkvöld borðuðum við svo öll saman, blóðmör, lifrapylsu og þindahakksbollur.  Maturinn var æðislegur og slátrið var það besta sem ég hef smakkað, það þrátt fyrir að mörinn hafi verið afar fínhakkaður (ég sakna stóru mörbitanna í slátri)

Núna sit ég við eldavélina og bíð eftir því að grásleppan sem Lilja tengdamamma gaf mér í sumar verði soðin.  Ég bauð tengdó í mat, því Brynja og Erna eru ekki hrfinar af góðgæti þessu.  Í kvöld ætlum við svo að steikja hnísukjöt.

Eru ekki fríhelgar æðislegar?

Eyþór 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband