13.9.2006 | 07:06
Blogg í Piteå
Ég ætla ad sjá hvort ég man ekki eftir að smàblogga öðru hverju næstu dagana. Ég er
sem sagt í Svíþjóð og er að byrja síðasta skólaárið mitt. Ég er á farfuglaheimili en
fer til Lars vinar míns á fimmtudag. Ég fór í 3 orgeltíma í dag og síðan á
próftónleika í kvöld hjá skólabróður mínum. Það er ömurlegt vera ekki heima þegar
fyrsta mæðraskoðunin er, en vonandi hittir ekki svona illa á aftur.
Ferðin hingað var auðveldari en stundum áður því ég svaf nánast alla leiðina frá
Keflavík til Stokkhólms. Ég fór nefnilega á gæsaveiðar aðfaranótt sunnudags og svaf
bara í rúman klukkutíma þá nótt og nóttina áður en ég lagði af stað svaf ég bara í 3
tíma. Enda var ég sofnaður àður en flugvélin tók á loft. Fyrir lendinguna í
Stokkhólmi var fligstjórinn eitthvað að biðjast afsökunar á töfum fyrir flugtak í
Keflavík, en ég var aldrei var við tafir, enda svaf ég eins og ungabarn frá því ég
settist í sætið.
Góða nótt,
Eyþór
sem sagt í Svíþjóð og er að byrja síðasta skólaárið mitt. Ég er á farfuglaheimili en
fer til Lars vinar míns á fimmtudag. Ég fór í 3 orgeltíma í dag og síðan á
próftónleika í kvöld hjá skólabróður mínum. Það er ömurlegt vera ekki heima þegar
fyrsta mæðraskoðunin er, en vonandi hittir ekki svona illa á aftur.
Ferðin hingað var auðveldari en stundum áður því ég svaf nánast alla leiðina frá
Keflavík til Stokkhólms. Ég fór nefnilega á gæsaveiðar aðfaranótt sunnudags og svaf
bara í rúman klukkutíma þá nótt og nóttina áður en ég lagði af stað svaf ég bara í 3
tíma. Enda var ég sofnaður àður en flugvélin tók á loft. Fyrir lendinguna í
Stokkhólmi var fligstjórinn eitthvað að biðjast afsökunar á töfum fyrir flugtak í
Keflavík, en ég var aldrei var við tafir, enda svaf ég eins og ungabarn frá því ég
settist í sætið.
Góða nótt,
Eyþór
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.