Yfirvigt

Það hlaut að koma að því að ég myndi nú sjá að mér og fara að hreyfa á mér rassgatið sem er löngu komið í yfirstærð. Kominn tími til að reyna að losa sig við kílóin sem ég jú át á mig með mikilli gleði á meðgöngunni og ætla mér að losna við líka með mikilli gleði haha most likely. Hef alltaf fundið eitthvað upp til að sleppa því að hreyfa mig en núna loksins er komið að því, finn að ég er tilbúin í þetta og bara verð skrokksins vegna. Bakið fer til fjandans aftur ef ég fer ekki að hreyfa mig reglubundið. Hvatningin hefur líklega aðallega komið frá videoinu í síðustu færslu haha. En ég s.s. dreif mig þegar Brynja kom úr skólanum og henti mér á hlaupabrettið mitt og hljóp rúma 2 km og svo drap ég boxpúðann í dálitla stund. Leið svona hrikalega vel á eftir og ætla til að byrja með að reyna að hreyfa mig 3-4 í viku og bæta svo matarræðinu inn í. 

Mér finnst mjög gaman að hreyfa mig og pældi alltaf mikið í því hvað ég borðaði datt inn í svona hollustudæmi alltaf annaðslagið en svo nottlega missti ég mig í gleðinni þegar ég var ólétt og ætla s.s. núna að missa 10 kg takk og góðan dag:)

Nóg um mig og minn mörLoL

Í gær var lokahóf Þórsara kvennaflokka og kom Brynja Dögg heim með jákvæðniverðlaun yfir alla kvennaflokka og farandbikar. Já þessi elska svo jákvæð *hóst* hefur það frá mömmunni..haha Var sjálf voða ánægð með þetta sérstalega þegar hún gerði þá uppgötvun að allar sem höfðu áður fengið þessi verðlaun höfðu endað í meistaraflokki Tounge

Ligg hér eins og klessa upp í rúmi, Katla alltaf að vakna var í sprautu í morgun og hún er að ergja hana þannig að ég ákvað að fara að læra lagðist hér með tvær bækur en síðan er meira en klukkutími og ég hef ekkert lesið hvað er eiginlega að mér. Alger auli. Eyþór er að vinna og Brynja fór út í þorp til vinkonu sinnar. 

Helv....myndavélin okkar er ónýt eða allavega virkar hún ekki og ég nenni ekki að fara með hana í viðgerð til að borga jafn mikið fyrir það eins og að kaupa sér einhvern ræfil. Ætla að sjá til, Brynja á mjög góða vél sem hún fékk í fermingargjöf en ég kann ekki að minnka myndirnar úr henni þannig að það er alltaf tómt vesen. Ohh  ekki að þola þetta.

Elíns sys og Viðar komu aðeins við hér í dag, Elín var að vinna og Viðar s.s. kom inneftir að sækja hana þar sem bensinn þeirra var í einhverju skrolli. Svo kom Hildur sys og dætur líka jájá

Erum að fara í sláturgerð um helgina haldiði það verði gáfulegt haha Una ætlar að koma á morgun og við að spá í hvað þarf að kaupa. Hvað þýðir eitt slátur t.d. hvað er í því....já maður er nú alinn upp í sveit en samt veit maður ekki svona grundvallaratriði skamm.

Best að fara að lesa aðeins áður en ég sofna, besta leiðin fyrir mig til að sofna er að opna bók þannig að ég verð líklega sofnuð innan nokkurra mínútna.

Hafið það sem allra best í dag lömbin mín ja þau ykkar sem ekki verða í slátrínu mínu um helgina

Sjúlli kveður útvaxin á ýmsum stöðumW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband