19.9.2007 | 21:51
Skólafærsla en ekki hvað:)
Vorum á Húsavík í dag, fórum um hálfellefu í morgun og komum til baka um 5 leytið. Pabbi var bara sprækur og var búinn að sjóða hangikjet þegar við komum þannig að ég sletti mér í að búa til jafning og svo var snætt. Fórum svo í bíltúr upp á Húsavíkurfjall og út um allt í nágrenni Húsavíkur var virkilega flott veður og svona sól en kalt. Katla var í banastuði alveg hreint og mikið kát enda afi hennar alltaf að glenna sig eitthvað framan í hana.
Pabbi fann gamlan olíulampa niður í geymslu sem amma Þuríður hafði átt og aldrei verið notaður og ég sem er svolítið hrifin af gömlum stíl svo ég tali nú ekki um ef ég veit að einhver amma mín eða afi hafi átt eitthvað. En s.s. hann gaf mér þennan fallega gamla lampa til að hengja á vegg og er ég núna að leita að stað til að setja hann upp.
Lærði s.s. ekkert í dag en hefði virkilega þurft að gera það en svo þegar ég ætlaði að fara að senda verkefni í gegnum WebCt þá auðvitað virkaði það ekki þannig að ég ætla nú að fara og hitta vini mína í Haftækni á morgun og biðja þá að setja inn þær stillingar sem eiga að vera í tölvunni er alltaf að lenda í brasi.
Jæja á að gera smá verkefni í UTN hér þannig að ég ætla að henda því inn í aðra bloggfærslu.
Sjúlli kveður kátur að vanda
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.