Hún er komin

Já stóran mín er komin heim. Verð nú að segja að mér létti haha ótrúlegt en satt hugsa að ég sé háðari henni en hún mérSmile En allavega komin heim sólbrún og sætari, fékk að vísu sólarofnæmi en það er á miklu undanhaldi, hendi henni bara út í rigninguna hér og athuga hvort þetta skolist ekki burt. Var svo fegin að koma heim en fannst alveg ofsalega gaman og skemmti sér mjög vel og er mjög kát. Keypti sér mikið, og auðvitað keypti hún bol handa systir sinni merktur katla 10 en uppáhaldsfótboltamaðurinn hennar er nr 10 þannig að auðvitað valdi hún það handa stubbu litlu:) Gaf okkur Eyþór ofsalega flottar myndir sem einhver maður málaði á meðan hún beið, tvær í fjólubláu og svörtu og mjög flottar þarf að finna ramma undir þær svo að sjálfsögðu keypti hún nammi handa nammigrísnum, nei ekki Eyþóri vissi að ykkur dytti hann fyrst í hug nei handa mérPinch Svo tyggjó og meira tyggjó og ég veit ekki hvað og hvað.  En aðalmálið að það er gott að fá hana heim.

Er búin að vera að reyna að læra í dag gekk svona ágætlega þangað til að mér datt í hug að taka tölvuna inn í sama herbergi og ég var að læra í nema hvað ég datt á netið og gleymdi mér og heyri allt í einu að sú stutta er bara vöknuð og skildi hreinlega ekki hvert tíminn hafði farið já svona getur maður verið klikk.

Eyþór er að vinna og vinna og vinna og verður að vinna til allavega 10 í kvöld. Við ættum ekki að fá leið á hvort öðru eða hvað. Erum kannski að spá í að renna á Húsavík á morgun pabbi gamli átti afmæli í gær og ætluðum við að fara á sunnudag en það var svo fúlt veður þannig að við ætlum að skoða það á morgun. Annars bara fínt að frétta held ég. Svefn var í minni kantinum í nótt þar sem Katla heldur að á milli 3 og 5 eigi hún að vera með skemmtiatriði og spjalla og toga í mann og svona en er svo voðalega hissa þegar hún heyrir vekjaraklukkuna hringja kl 7 og vill sofa meira:) Tja svona er þetta.

Ætla að fara að spjalla við þessa brúnu stelpu hérna við hliðina á mér

Sjúlli kveður hvítur sem apaskítur 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband