Bloggedí blogg....

Mikið skelfilega ósköp varð ég glöð áðan þegar ég sá að einhver hafði skrifað í athugasemdir.....það les þá einhver ruglið í mér skal segja ykkur það og Lilja mín ég skal auðvitað blogga engin spurning.....oh how happy I am og klár í úttlenskunni...skal nú segja það.

_MG_1025 Já fengum myndirnar í gær frá Myndrún mikið af flottum myndum eins og þessi af okkur mæðgum já skal segja ykkur það.

Hér haugrignir í augnablikinu, stakk Kötlu út í rollsinum og þegar ég leit svo út áðan þá var hún við það að fljóta út úr vagninum þrátt fyrir að regntjaldið væri yfir þannig að mamman kippti rolls bara innfyrir dyrnar og þar sefur hún og sefur ekki rífst aðallega við sjálfan sig núnaLoL í svefnrofunum.

Ágúst vinur Eyþórs kom í gær og ætlar að vera hér um helgina, gaman að því, setti hann í dýflissuna hennar Rakelar s.s í kjallarann:)  

Skólinn fer að byrja og ég hlakka all verulega til. Verð alltaf jafn hissa þegar ég segi þetta því í denn þá var maður með rennara yfir því að þurfa að mæta í skólann, þannig að ég sleppti því bara að mæta og var því tekin á teppið hægri vinstri. Já maður var ekki alveg mest heillandi nemandinn hérna í denn.

Var með skólastjóra í Lundarskóla sem mér samdi alls ekkert sérstaklega vel við og gerði ég reyndar í því að láta hann skammast eitthvað í mér. Átti til að gera ýmislegt miður fallegt og segja bæði við hann og konuna hans og sagði svo þessi skólastjóri við mig á skólaslitum í 10 bekk að hann væri nú alveg viss um að það yrði ekkert úr mér. Þessi sami maður er aðstoðarskólastjóri í Glerárskóla skólanum hennar Brynju hahaha mér finnst það brill en hlakka reyndar ekki til að hitta hann ef til þess kemur. Hann sér nú eflaust að ég er móðirin og verður ábyggilega hissa þegar hann sér einkunnir Brynju og rifjar svo upp mínar tja maður ætti alltaf að halda sig á mottunni.............en mér finnst þetta samt fyndið....bwhhaha

Bara svona smá útúrdúr. Eyþór er að fara að spila í jarðarför í Skagafirði með Óskari Péturssyni gaman að því, skilst að það sé mjög GAMAN að jarðsyngja í skagafirði hahah já höfum bara húmor fyrir því ábyggilega gaman ef Óskar er annars vegar hann er SVVVVO fyndinn.

Svo er hann að fara að spila út í Grímsey um næstu helgi. Grímseyingar deyja víst líka haha og það sem meira er að það verða tvær flugur í einu höggi því svo heppilega vildi til að það dóu tveir með stuttu millibili og verða jarðsungnir sama dag. Skal segja ykkur það, ljótt að gera grín en samt skemmtileg tilviljun.

Er að fara í grjónsa til Hills og co á eftir þegar Kötlulingur vaknar langt síðan ég hef fengið mjólkurgraut verð samt bara að borða lítið þar sem ég er enn að passa mig á mjólkinni, drekk bara þeim mun meira pepsi max :)

Dagurinn byrjaði illa, var að fara að gefa Kötlu að borða ætlaði að fara að gefa henni lýsi og sótti flöskuna en ég sauðurinn hafði ekki sett tappann á almennilega í gær og skvettist úr helvítis flöskufjandanum út um allt og ég HATA lýsi og lyktina af því en það er samt sem áður mitt parfume í dag skal ég segja ykkur anga eins og tja lýsi svo einfalt. Bölvaði Eyþór strax fyrir að hafa ekki lokað flöskunni og hugsaði mér að skamma hann allsvakalega þegar hann vaknaði en mundi þá að sökin var mín þar sem ég gaf henni í gær...oh hefði verið gaman að skammast ég elska að skammastFrown

_MG_1021sh_MG_1063_MG_7542_MG_1131_MG_5374_MG_5376_MG_6682bt_6699Já varð að setja nokkrar inn af gellunum. Brynja fór í myndatöku í Myndrún en Rakel í Dagsljós:) Og ég vil sérstaklega benda á myndina af Brynju í svarthvítu að ég var á vindvélinni ójájá hef sjaldan hlegið eins mikið og þegar hann bað mig að stjórna vindvélinni:)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjúlli kveður og úr honum allur vindur múhha 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

flotta myndir af stelpunum, er fjórmenningur við afa og ömmu Brynju, Unni ömmu hennar í föðurætt, og Hauk í móðurætt, skilaðu kveðju til pabba þíns Hauks var að vinna með honum fyrir fjórum árum.

Hallgrímur Óli Helgason, 1.9.2007 kl. 11:56

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þú hefur verið í stuði þegar þú bloggaðir þetta. Gaman að pælingunni með skólastjórann. Skólastjórar og kennara eru jafn misjafnir og nemendurnir, en maður segir ekki við nemanda sinn að það verði aldrei neitt úr honum. Það svæsnasta sem ég sagði við nemanda var að ef hann héldi áfram að vera svona geðstirður yrði hann ljótt gamalmenni -- og svei mér sem hann skánaði ekki við þetta!

Fínar líka stelpurnar ykkar -- enda -- hvernig ættu þær að vera annað?

Sigurður Hreiðar, 3.9.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband