31.8.2006 | 16:54
Hvað getur maður sagt:)
Kominn tími á að húsbóndinn á heimilinu fari nú að skrifa eitthvað haha já ég er húsbóndi á mínu heimili skal ég segja ykkur Allt fínt að frétta á núna bara eftir 18 vaktir af 44 vakta törn og verður það mikið gott þegar það er búið. Eyþór svaka duglegur búinn að vera vinna mikið og máluðum við íbúðina inn á milli aðallega Eyþór samt, mér var svaðalega flökurt að ég gat lítið gert versta sem ég veit er flökurleiki en hann er á undanhaldi þó vonandi. Já okkur hjónum fannst s.s. við ekki geta annað en viðhaldið þessum gríðarlega fríðleika sem einkennir okkur bæði og skutum því snarlega í einn lítinn erfingja sem er væntanlegur einhvern tímann árið 2007
Núna sit ég og bíð eftir að svefn og heilsumennirnir komi með nýja flotta rúmið mitt sem við vorum að hamast við að safna fyrir og s.s. fáum það í dag...víí hlakka til að fara að sofa í kvöld, algerar gæðadýnur einhverjar geimdýnur, rándýrt samt rúmið 129.900 en við fórum í einhvern pott þar sem möguleiki er á því að við fáum tilbaka 100.000 kr og miðað við okkar heppni er það nú svo gott sem komið inn á reikninginn
Fór og hitti litla djásnið þeirra Sollu og Víðis í morgun, bara fallegust þessi stelpa með mikið dökkt hár og nokkrar unglingabólur snemmkomnar bara falleg, og hjónin svona sæl og glöð enda ekki annað hægt miðað við þessa þrennu sem þau eiga
Hilla sys er að síga á seinnihlutann af sinni óléttu þannig að allar bumbur fara minnkandi nema mín bara fer stækkandi, finnst ekkert spes að vera ólétt en æði þegar það er búið, skil ekki konur sem dýrka að vera ólétta og sakna jafnvel bumbunnar ónei......
Brynja er á æfingu og svo er hún byrjuð í skólanum og er rosalega ánægð þar og gengur vel sem fyrri daginn, ætlar sér að sleppa tíunda bekk og fara beint í MA eða VMA þannig að sá hluti er ákveðinn.
Nenni ekki að röfla meira ætla að fara að fjárfesta í kvöldmat sem verður pylsur og pylsubrauð ekki óalgengur matur hér á bæ allavega einu sinni í viku.....letidagur er í fríi nenni ekki að elda.
Bið ykkur vel að lifa og hafið það gott þar til næst...
Sjúlli kveður með ofvöxt í bumbunni
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með bumbubúann:-) og takk fyrir komuna í morgun. Þú tókst þig vel út með litlu dúlluna mína.
Förum nú að drífa í að halda fermingarmótið... 20 ára fermingarafmæli í ár... ótrúlegt! Við lítum enn út eins og fermingarstelpur.
Kv. Solla.
Solla (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.