Eðalmatur og félagsskapur

Já skal segja ykkur það....það verður aldeilis veisla á morgun en Eyþór, Óskar og Pétur ætla að elda og bjóða eiginkonum sínum og börnum í mat. Þeir eru æði, mér skilst að þetta sé þriggja rétta og eru þeir búnir að vera að undirbúa þetta síðustu daga, bæði verið fundir og svo e-mail og sms gengið á milli og verð ég að segja að ég er spennt......Spurning hvort maður verði að mæta í gala dressi eða hvort gallabuxurnar og hettupeysan duga, þarf að kanna þetta nánar......SPENNT

Fór og keypti mér síma í gær ég veit ég er fíkill s.s. símafíkill en hann er flottur kostaði reyndar meira en ég ætlaði en hann er keyptur. Ég labbaði inn í búðina kl 5 mín í 6 og sagðist vilja kaupa sport síma og hún kom með Sony Ericson en ég ætlaði upphaflega að kaupa Nokia og alls ekki samlokusíma, hún sagði þennan síma mjög góðan og málið var dautt ég labbaði með kvikindið út. Walkman eitthvað er með skrefamæli, kaloríumæli, vegalengd, Mp3 og ég veit ekki hvað og hvað ég er þvílík djella og 30.000 kalli fátækari.....en ég varð að fá síma svo er ekki nóg með það að ég fékk síma og Brynja gamla minn því hennar skemmdist en hún öfundarmmig af nýja símanum þannig að hún er að biðja um styrk til að kaupa sér annan já svona er þetta...hún erfði þessa fíkn frá mér en þetta er alls ekki versta fíknin:)

Svona er þetta maður ræður sér ekki í eyðslunni. Eyþór er að spila með Hymnodiu í Sjallanum já eru barasta farin að troða upp þar haha á einhveru leikskólakennaraþingi.

Fórum og horfðum á Brynju og co snýta Breiðablik 2-0 bara gaman að því búnar s.s. að vinna 7 leiki í röð og geri aðrir betur, gætu endað í 3 sæti í riðlinum ef úrslit hjá öðrum liðum verða hagstæð.

Jæja ég er víst orðin ein í k kotinu fyrir utan Kötlu sem hrýtur inni í rúmi  þannig að sjónvarpið verður tekið í nefið núna...'

Sjúlli kveður....aleinn 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband