Mér leiðist....

Já verð bara að viðurkenna það opinberlega að mér leiðist, kemur reyndar mjög sjaldan fyrir að mér leiðist en svo er núna. Katla er farin að sofa í 1-11/2 tíma í einu og ég hreinlega bara veit ekki hvað ég á að gera við tímann á meðan. Langt síðan að ég átti stund svona langa fyrir mig. Auðvitað ætti ég að vera að þvo þvott og eitthvað svoleiðis gríðarlega mikilvægt og gáfulegt en nei bara hreint út sagt ég nenni því ekki enda er ástandið svo á heimilinu núna að maður þarf að mylja liggur við ætla ekkert nánar út í þaðTounge

Við Katla fórum til ömmu í hádeginu með smá bakkelsi úr Bakaríinu við brúnna og þar voru Hilla og Brynhildur. Vorum þar dágóða stund eða allavega nægilega langa til að ég gat étið á mig gat.......hahah og mér leið gríðarlega vel á eftir. Byrjaði nefnilega að úða í mig herbalife og hef held ég aldrei langað eins mikið í mat og étið eins mikið þannig að ég er ekki alveg að skilja það lið sem missir einhver kíló á þeessum kúr en ég ætla nú ekki að gefast upp og held í vonina að átbrjálæðið gangi nú yfir.

Sól og blíða ef maður gjóar glyrnunum út um gluggann ekki það að ég ætli neitt að kanna það nánar allavega ekkki strax getur meira en vel verið að maður hendist í Kjarnann þegar krílus vaknar. Þarf reyndar líka að fara að gera eitthvað í símamálum þar sem sími dótturinnar ákvað að deyja í gær og hún vill endilega fá minn síma svo ég NEYÐIST til að fá me´r nýjan en þeir sem þekkja mig vita að mér finnst það bara alls engin neyð onei .........en þetta á eftir að skoðast ögn betur þegar stóran dettur heim af fótboltaæfingu.

Hyggjum fara í mikla sláturgerð fljótlega við organistahjónin og prestshjónin verður gaman að því kannski verður farið í foodfight nei segi svona:) Eigum eftir að finna uppskriftir og annað slíkt en gerum það fljótlega ætlum að fá bæði hjá mömmu minni og mömmu Unu eða tengdamömmu og bera saman og sulla svo einhverju saman og éta með bestu lyst...AMEN 

Hvað skal segja en ekki þegja hef lítið við þennan viskubrunn að bæta sem ég hef þegar ritað þannig að líklega verða einhverjir sárir að fá ekki fleiri fróðleiksbrot að lesa úr mínu lífi en svona er nú lífið, bíður bara betri tíma ekki gaman að lesa allt lífið í einu.

Sjúlli kveður .......síblaðrandi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar mæðgur.

Þið eruð alltaf velkomnar í heimsókn til mín ef ykkur leiðist. Ég skal reyna að gleðja ykkur:-) Ég er reyndar afskaplega einmanna þessa dagana... öll börnin farin í pössun eða skóla svo ég er ein heima.

Velkomnar, kv. Solla.

Solla Tryggvad. (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 10:55

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Sláturgerð - vísa í atriði í Nóa albínóa

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 24.8.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband