25.7.2007 | 23:40
Þeir deyja ungir sem guðirnir elska
Svo er allavega sagt, en hvað um þá sem deyja gamlir elska guðirnir þá ekki? Ég eiginlega þoli ekki þetta orðatiltæki og get ekki skilið afhverju guðirnir elski bara þá ungu sem eiga lífið fyrir sér og vilja guðirnir að þetta fólki fari yfir móðuna miklu? Ég veit ekki...en allavega þá finnst mér svo hræðilegt að hugsa um hversu margt ungt fólk deyr úr krabba, fólk sem á lítil börn sem aldrei koma til með að kynnast mömmu eða hafa mömmu/pabba til staðar þegar þau gifta sig, eða eignast sjálf börn, allt þetta sem manni sjálfum finnst svo mikilvægt. En málið er að enginn veit hver er næstur í þessum efnum, bílslys gera ekki boð á undan sér frekar en önnur slys, hef alltaf sagt að ég get passað sjálfan mig í umferðinni en ég get ekki passað aðra. Krabbinn stingur sér niður þar sem honum hentar, hvort sem þú ert ung, eða gömul, lítil eða stór. Margar ungar konur búnar að deyja úr krabba undanfarið og margar sem eru að berjast svo ótrúlega jákvæðar að ég var að hugsa, ef ég vissi að ég væri með krabba og ætti kannski ekki langt eftir gæti ég verið svona jákvæð...ég veit það ekki, eða er jákvæðnin kannski bara á yfirborðinu?
Dauðinn er eitthvað sem ég hræðist í dag finnst það hræðileg tilhugsun ef eitthvað kæmi fyrir mig, of ung á fallegar dætur og góðan mann og góða fjölskyldu. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og finnst mér það mun gáfulegra orðatiltæki heldur en hitt .....Er líf eftir dauðann? Ég held það og er það mín trú. Þegar ég var lítil var ég viss um að amma mín væri að hlaupa um á grænu túni og allt fullt af fallegum fuglum og svoleiðis, einfaldlega afþví að mamma átti svo fallega englamynd sem sýndi eitthvað svona. En er þetta þannig? Vitum það víst ekki fyrr en við erum farin. Trúi ekki á að þegar maður sé að deyja að maður sjái "ljósið" held að það sé ekki þannig en hver hefur svo sem sína skoðun á því. En það eina sem ég veit að ég trúi pottþétt að það er líf eftir dauðann en hvernig líf veit ég ekki.
Sjúlli kveður í þungum þönkum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Skrepptu á bókasafnið og fáðu lánaða bók sem heitir Til æðri heima, eftir Guðmund Kristinsson. -- Ekki það að hún sé einhver biblía, og ekki það að þú munir lesa í henni hvert orð, en inni á milli og saman við í henni eru merkilegar kenningar/boðskapur/frásagnir sem fólk með þína þanka hefur gaman af að kynnast og velta fyrir sér.
Og -- væri það ekki undarlegt í sjálfu sér ef jafn merkilegt fyrirbæri og mannssálin -- þetta sem heldur honum í gangi meðan hann er það sem við köllum lifandi -- væri bara einnota?
Sigurður Hreiðar, 26.7.2007 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.