Kolefnisjöfnun okkar Kötlu

Hún Katla litla hefur átt við smá magakveisu að stríða.  Umtalsverður vindgangur fylgir því, yfirleitt með mikilli ólykt.  Reyndar hefur faðir hennar glímt við sama vandamál undanfarna daga.  Þar sem umhverfismál eru mér hugleikin og þar að auki vil ég fylgja tískunni, ætla ég að gróðursetja  nokkur tré til að kolefnisjafna útblásturinn mengaða.  Undanfarna daga ef ég þökulagt nokkra fermetra, en þar sem þökurnar koma jú annars staðar frá, hefur gagn þeirra ekki aukist.  En undanfarnar vikur hef ég gróðursett 6 einiplöntur, 6 birkikvisti, 3 skriðmispla og svo 3 runna sem ég veit ekki hvað heita.  Veit einhver hvort ég er í skuld?  Vindgangur okkar feðgina er langt yfir meðallagi.

 SaveTheWhale  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða hrottalegi rass er þetta......svei svei þetta er ljótt að sjá......

Ernan (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband