kominn tími til ehakki

Langt síðan síðast allavega miðað við svona mál/skrifglaða manneskju eins og mig. Ýmislegt mis merkilegt búið að gerast síðustu daga. Fermdi stjúpdóttur mína og það gekk svona skafið, allir glaðir og kátir held ég bara og nokkuð góð mæting bara.  Fékk mikið af fallegum skartgripum og peningum, ég vil fermast aftur ég fer alls ekki ofan af því, hver vill ferma mig.......?

Fórum með litlu Kötlu okkar í morgun til barnalæknis er greinilega eitthvað að henni litla skinninu, erfiðir dagar hjá okkur þremur s.s. foreldrum og henni, systrum finnst reyndar alls ekki auðvelt að hlusta á hana gráta meira og minna alla daga. Ég græt með henni á köflum get ekkert annað gert......en á að fara í rannsóknir í vikunni vonandi.

Vona að eitthvað spennandi sé að gerast í vinnumálum hjá mér, ef svo er blaðra ég því hér ef ekki þegi ég um það hérLoL Er farin lúmskt að hlakka til að byrja aftur í skólanum í haust þó svo að það hafi nú ekki alltaf verið auðvelt á síðustu önn, en vona bara að næsta önn gangi vel, hlakka bara til. 

Ætlum að renna í borg óttans fljótlega og hleypa stelpunum í búðir með sumarhýruna, verða eins og beljurnar á vorin, við hjónin ætlum að heimsækja vini og ættingja á meðan með Kötlu hún er enn of ung í búðarrápið. Svo í ágúst verður tengdapabbinn minn 60 ára, ungur sem aldrei fyrr, yngist bara svei mér þá og ætlar að bjóða börnum og barnabörnum í bústað í Borgarfirði verður stuð svei mér þá, vona bara að Katla verði orðin skrallfær kemur í ljós.

Farið að kvíða nett fyrir Versló þar sem unglingarnir verða pissandi í garðinum hjá mér og jafnvel á bílinn minn. Sá í fyrra eða hittifyrra unga stráka labba upp alla Odderargötuna og pissa utan í bílana djössss viðbjóður, vildi að það væri hægt að setja rafmagn á bílana svo liðið fengi stuð í dindlana, haha myndi ég hlægja ójá pissa í mig úr hlátri. Rakel er voða spennt fyrir versló en Brynja ekki misjafnt hvað fólki finnst um þetta. ÉG hata þessa helgi hér í bænum og vil láta banna þetta en þeir sem eiga verslanir berjast fyrir því að þetta sé haldið þar sem þeir græða sem aldrei fyrr, afhverju þarf græðgi að stjórna flestu í heimi hér, nauðganir , fíkniefni og unglingadrykkja virðist skipta minna máli en að græða.......vei sé þessu fólki sem er gráðugt ...... ég er gráðug en bara í mat...hahahhah

Best að fara að skoða myndina sem kallinn var að leigja á VOD og ég þóttist vera verulega áhugasöm um að leigja en hef ekki hugmynd um hvað hún snýst.....þarf til Péturs læknis á morgun til að láta mæla hjá mér blóðþrýsting og fá blóðprufur þar sem allt snýst í hringi og sjúkraþjálfarinn minn vill útiloka að ég sé eitthvað veik, mér finnst svo hræðilega leiðinlegt að fara til læknis og það sem meira er að eftir að ég átti Kötlu þá er ég hrædd við nálar kannski afþví að ég var eins og nálapúði þegar ég átti hana með eins og 4 nálar í mér og fannst það ekkert spes.

Sjúlli kveður á hringferð um sjálfan sigGetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband