Lífið maður minn

Loksins komin í frí...verð nú að viðurkenna að ég var alveg að springa á limminu í gærkvöldi...búin að vinna einhverjar 13 vaktir á hvað 8 dögum eða eitthvaðGráðugur En allavega komin í fjögurra daga helgarfrí "vonandi" og byrja það á því að fara og láta skafa hárið af hausnum á mér, alveg kominn tími á það. Eyþór og Rakel fara suður í kvöld og Rakel út á morgun...þessi tími hennar hér er alltaf alveg ótrúlega fljótur að líða því miður...en jólin koma bráðumKoss Eyþór er svo að fara að halda tónleika í Hallgrímskirkju á laugardag og sunnudag og kemur því heim á mánudagsmorgun, þannig að við Brynja verðum einar um helgina. Ætlum nú að fara á handverkssýningu á Hrafnagili og svo er hún að keppa á laugardag og svo bara afslöppun út í eitt.

Nýbyrjuð í sjúkraþjálfun aftur eftir sumarfrí hjá þjálfaranum mínum. Þessi háls á mér er ekki alveg að gera sig...fer snarversnandi. Skrýtið fann lítið fyrir honum eftir áreksturinn í fyrra en svo núna fyrir nokkrum mánuðum er þetta að snarversna held varla haus á köflum. En fer 2-3 í viku núna í nokkrar vikur ætlar að reyna að fixa þetta eitthvað til, er svo yfirhreyfanleg í hálsinum og einnig komin líklega með slit eftir þetta allt saman...hmmm hvað er ég eiginlega gömul...Þögull sem gröfin

Annars er allt gott að frétta Solla mín og Víðir eignuðust litla stúlku í byrjun mánaðar og ég hef enn ekki haft tíma til að kíkja til þeirra, búin að skoða myndir en ætla nú að bruna til þeirra um helgina og kíkja....hlakka til algjör rúsína af myndum að dæmaHissa 

Hef frekar lítið að segja þar sem ég er búin að vera eiginlega úr sambandi síðan löngu fyrir versló en er á leið í samband aftur. En verður stutt byrja á 16 vakta törn á mánudaginn og tek það á 8 dögum djösss verð ég rík.....erum að safna okkur upp í rúm getum staðgreitt það takið eftir um næstu  mánaðarmót og svo um þarnæstu verður það ísskápur vonandi staðgreiddur líka ekkert kortavesen sko...hahahah

Hætt að bulla

Sjúllinn kveður á leið í rúning


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband