8.7.2007 | 21:17
Kallar
Kalli litli könguló klifraði upp á vegg....ja hvað getur maður sagt, þetta syng ég hægri vinstri fyrir Kötlu þessa dagana, ég hata köngulær og hef alltaf gert en samt syng ég lög um þær. Ég er nottlega ekki í lagi, ætlar að verða mikið af Köllum í ár eru hérna úti hjá mér í hrönnum, hræðilegt, kvíði haustinu þegar þær fara að bjóða sér inn til mín í kaffi og með því....eins gott að byrgja sig upp af BANA 1.
Veðrið í dag búin að vera tær snilld, fórum í langan og góðan göngutúr í morgun við hjónin með Rollsinn og auðvitað Kötlu í honum:) og þegar við komum heim steinsvaf Katla í rúman klukkutíma úti já eðal barn. Fór svo og þvoði sætin á bílnum þar sem einhver hafði missti súkkulaði í sætið og það orðið að stórri og vinalegri klessu og leit út eins og kúkaklessa í sætinu. Renndi svo áðan og þvoði drossíuna því ég stefni á að bóna hann á morgun já maður er duglegur. Búin að vera óvenju orkumikil í dag og mikið langað að gera og hef varla mikið stoppað sem er ágætt stundum, verð að hreyfa mig því annars bara stirna ég upp og verð eins og spýtukall veit ekki hvað er að ske með mig.
Horfðum á rosagóða mynd í gærkvöldi sem heitir Holiday og var jólamyndin 2006 ég mæli alveg með henni hún er svona klassísk mynd sem mann langar til að eiga ja allavega mig. Ég meira að segja hafði það af að horfa á hana alveg til rúmlega 1 já maður er allur að koma til....
Stelpurnar eru búnar að vera mest bara heima um helgina, Brynja reyndar fór á Old boys leikinn í gærkvöldi og Rakel í bíó og svo núna er Rakel með vinkonu í heimsókn en Brynja brá sér út í fótbolta bara gaman að því.
Ætla að fara að gefa Kötlunni minni júllu
Sjúlla júlla kveður......
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.