5.7.2007 | 23:24
Pirrandi helvíti
Djösss sem ég þoli ekki þegar netið ákveður að fara í verkfall og það sérstaklega þegar ég er að gera eitthvað merkilegt eins og að reyna að gera síðuna hennar Kötlu upp á nýtt en þá er allt frosið á barnalandi, er nú að verða nett pirruð á þeirri síðu fannst hún einu sinni mjög sniðug en ekki lengur *arg*
Allt að verða vitlaust í fótboltanum ég get svarið það en ég styð nú Skagamenn og hananú. Ok markið var löglegt en siðlaust, en óþarfi fyrir Keflvíkinga að haga sér eins og þeir gera tralallalaalal ...... mitt álit, mín skoðun þarf alls ekki að endurspegla skoðun þjóðarinnar eða var það ekki eitthvað á þá leiðina.
Búið að rigna mikið hér í dag sem er mjög gott, jörðin var farin að grátbiðja um vatn enda er allt eitthvað svo hreint og fallegt núna, vorkenni reyndar þeim sem eru á N1 mótinu en þetta fylgir bara partur af programmet
Eyþór glápir á sjónvarpið á meðan 3 af 4 kerlum hans hanga í tölvum en sú minnsta og sú 4 s.s. sefur og það er nú bara nákvæmlega það sem hún á að gera þessi elska.
Fórum að sækja bílinn í Einholtið í morgun og ég þvoði hann svo ekkert smá dugleg, ekki vel reyndar þarf að tjöruhreinsa kvikindið. Geri það við tækifæri. Fór svo í lit og plokk og er þó ég segi sjálf frá ógeðslega sæt....get ekkert að því gert vil ekki skrökva.
Eldaði hérna eðal rétt sem Bubbi vinur minn gaf mér uppskrift af, var kartöflumús með rauðlauk, gulrótum og beikoni, gufusoðnu grænmeti og nýbökuðum speltbollum. Já við Bubbi erum mögnuð þegar við leggjum saman
Ætla að fara aftur að slást við barnalandið ....
Sjúlli kveður alveg foxillur.....
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.