4.7.2007 | 11:19
Hversu mikill töffari er maður....!!!!!!
Jæja kominn tími til að verði eitthvað skrifað af viti hér inná...haha og rétta manneskjan til þess er ég mmmm. Allt gott að frétta héðan, var að koma frá því að sækja um nýtt ökuskírteini, mitt var búið að vera týnt í 2 ár og á þeim tíma er búið að taka mig einu sinni, og ég að lenda í árekstri tvisvar sinnum en aldrei fengið sekt fyrir að vera ekki með ökuskírteini, vona að löggan lesi ekki bloggið mitt múhahhah.....er samt yfirleitt góður ökumaður bara tilfallandi jájá
Fór svo og skipti um sjúkraþjálfara og var svo heppin að ég fékk minn gamla góða Einar aftur. Var orðin frekar pirruð á þessari sem ég var hjá hún gerði ekkert, þegar hún var að "nudda" mig þá var hún ýmist í tölvunni með annarri hendi, borða, geispa og það svona 20 sinnum á þessum hálftíma og þetta gerði ekkert gagn, ég er enn með jafnvægisrugl og svima og allt það skal segja ykkur það en hann Einar er bestur í hálsvandamálum jájá svona er það að kunna ekki að keyra og lenda í áreksti en endurtek aftur ég er yfirleitt góður bílstjóri....
Óskar Hafsteinn kíkti í gærkvöldi, ég ætlaði að svæfa sem snöggvast en steinsofnaði með Kötluna á júllu og vaknaði kl 1 fór á klóið og í þeim aðgerðum fór Óskarinn jahér og hér ekki það að ég hefði líklega ekki látið sjá mig í stofunni þar sem hárið var úti um allt, maskari niður á tær og fleira ógirnilegt jakk....þannig að í beddann fór ég aftur og svaf til morguns já lífið er ljúft. Mamma kom svo um 10 leytið þvi hún þurfti líka að fá nýtt ökuskírteini fórum saman kjellurnar og verðum rosa beib með ný skírteini löggan ætti að vara sig því við brosum okkar blíðasta á myndunum sem by the way við fórum saman í að láta taka jahér og hér já erum svo sætar á myndunum okkar
Kalt veður hér í dag en flott veður til að hreyfa sig í ... ætla held ég samt að hreyfa mig inni í dag já og kannski eitthvað í bíl.
Best að fara að gá til veðurs og fá sér í svanginn og jafnvel að hæ... sér nei segi svona......
Sjúlli kveður .........
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.