3.7.2007 | 20:03
Arnkötludalsvegur
Frábært að nú skuli vera hafin vegagerð um Arnkötludal. Svæðið þekki ég vel, Tröllatunguheiði, sem er núverandi fjallvegur á milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar, er stórkostleg heiði, ekta íslensk heiði með stöðuvötnum og heiðalandslagi. Vegurinn þar heillar mig, en er ekki skemmtilegur ef maður þarf að flýta sér á milli staða. Einnig er heiðin lokuð á veturna. Nýja leiðin mun eflaust efla samskipti Reykhólasveitar og Dalabyggðar við Strandamenn. Einnig er þetta mikil samgöngubót.
Eyþór
Binda miklar vonir við heilsársveg um Tröllatunguheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.