Ferliþjónusta svokölluð

Hlýt að vera með einhverja hormónabrenglun þessa dagana því ég er alltaf NÆSTUM farin að gráta út af einu og öðru. Núna eru það fatlaðir sem ég græt NÆSTUM yfir.

Þannig er að hér í bæ er starfandi svokölluð ferliþjónustu, sem felur í sér hvíta og græna rútubíla sem sjá um að flytja fatlaða einstaklinga á milli staða hvort sem það er í sjúkraþjálfun, vinnu, klippingu eða bara hvað sem þeir þurfa að fara. Þjónusta sem þarf að panta deginum áður minnir mig og er mjög góð þjónusta nú kemur EN....í gær var ég að koma frá lækni og sé að það er ferlibíll við dyrnar að  koma með einstakling sem var mjög fjölfatlaður virtist vera en bílstjórinn s.s. keyrðu honum inn, á mikilli ferð, smellti hjólastólnum í bremsu og fór. Ég hafði mest á tilfinnningunni að þetta væri pakki og reyndar held ég að ef þetta hefði verið pakki þá hefði verið farið með hann alla leið. En s.s. greinilega átti einhver úr sjúkraþjálfuninni að koma og sækja konugreyið sem sat í hjólastólnum. Mér hefði nú fundist bílstjórinn hefði getað kvatt eða bara klappað á öxlina en nei pakkanum var grýtt frá sér og svo rokið af stað.....

Annað sem ég sá í gærkvöldi þegar ég fór upp í 10-11 var unglingsstrákur eitthvað á aldur við Brynju greinilega eitthvað skertur sem var á undan mér í röðinni. Hann var ferlega hress við þann sem var að afgreiða en afgreiðslustrákurinn lét sem hann sæi hann ekki og reyndar kom fram við hann eins og hann væri "hálfviti" hefði gefið strákgreyinu svo mikið ef hefði bara verið djókað aðeins tilbaka...langaði til að gráta.....

Svo er verið að gagnrýna það að foreldrar hafi það val að láta eyða fóstri ef það er með Down´s heilkenni sem er kannski ekki mikil fötlun en fötlun samt. Vildi ég láta koma fram svona við fatlað barn mitt hvort sem það væri með Down´s eða einhverja aðra fötlun, held ekki. Ég fór sjálf í svona test með Down´s og ég hugsaði alltaf að EF það kæmi í ljós að barnið mitt væri með heilkennið myndi ég vilja fóstureyðingu en það er ekki af sjálfselsku heldur því að ég elska barnið mitt meira en það að ég vilji að það hljóti svona framkomu. Vona að ég verði ekki misskilin........Ég hef séð framkomu mjög margra gagnvart fötluðum og sú framkoma er oft á tíðum hreinn rasismi, auðvitað vil ég fyrst og fremst breyta hugsunarhætti hjá fólki en þegar það er meira en að segja það þá vil ég leyfa þessar rannsóknir og leyfa fólki að hafa þetta val.

Vildi að hægt væri að snúa þessu við og láta þá fötluðu koma fram við okkur heilbrigða fólki eins og við komum fram við þá. Yrði nú líklega allsherjar neyðarástand í heiminum......Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og koma fram við hvern annan af virðingu hvort sem þeir eru fatlaðir, mállausir, heyrnarlausir, útlendingar, samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir og allt það sem ég gleymdi að telja upp líka.

Sjúlli kveður í þungum þönkum og með grátandi hjarta........ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð Erna...

já ég veit ekki hvort ég verð döpur eða reið af því að lesa þetta en mér verður bara ILLT..!!! Ég fæ bara kökk í hálsinn því ég er auðvitað búin að vera að vinna með einstaklinga, mis skerta, suma mjög skerta og ég er búin að sjá mjög greinilega þennan rasisma sem þú talar um.

Ég hef labbað í bæinn, bæði þarna á Akureyri og eins á Húsavík, með fólk og börn í hjólastólum og það er eiginlega bara annað hvort eða.. Annað hvort er fólk svo híper almennilegt og vill allt fyrir mann gera að það verður eiginlega bara asnalegt.... eða það að fólk sér mann ekki.... Að standa við gangbraut við Strax búðina við Borgarbrautina getur alveg verið brandari,,,,, maður getur þurft að bíða ansi lengi..!!!!

 Ég held svolítið að fólk sé hrætt við fatlaða...

ALLIR segja,,,,verum góð við útlendingana sem eru að fylla landið.....BYRJUM á því að vera góð við hvort annað, tökum svo á móti öðrum..!!!

Takk fyrir mig*

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband