30.7.2006 | 07:37
Gleði, hrotur og gleði:)
Ætli sé ekki alveg óhætt að bjóða bara góðan dag svona í upphafi, veit nú ekki hversu góður hann er samt klukkan rétt að verða hálfátta og ég að fara að vinna svo sannarlega ljúft líf. Frekar kalt úti eða rétt í kringum 12 gráður, maður er orðinn svo góðu vanur síðustu tvo daga að nú er kalt ef er ekki 20 gráður haha, en það er logn og fallegt veður þannig að það bætir þennan skítakulda nú upp:)
Allir steinsofandi ennþá meira að segja kettirnir sem eru nú meðal fyrstu íbúa hússins á fætur venjulega en nei þeir ætla greinilega að virða hvíldardaginn og hananú..engar fuglaveiðar í dag
Vöknuðum um 5:30 í morgun við einhverja gleðiganda sem voru í banastuði og fannst þeim þeir alveg eðalfyndir og skemmtilegir, strákarnir töluðu hátt og snjallt og voru verulega fyndir enda engin furða fullt af stelpum í hópnum, Eyþór út í glugga að tékka á þessum villtu unglingum og heyrðist mér hann segja að þeir væru í garðinum okkar, ótrúlegt þetta lið en þetta kemur nú sjaldan fyrir og þessum greyjum ekki of gott að vera í stuði....mættu samt hætta að hafa húshornið mitt sem aðalstaðinn.....verður þokkalegt um næstu helgi...pjúff.
Man um verslunarmannahelgina í fyrra að þá vaknaði Eyþór einmitt við einhver læti og kíkti út um gluggann og sér þá einn gaur vera að munda sig til við að míga á vegginn sem er í kringum garðinn, rýkur minn maður út á svalir og mig minnir að hann hafi hótað stráknum að míga á hann ef hann léti svo mikið sem einn dropa falla á vegginn....haha það var eitthvað í þessa áttina allavega og alls ekki líkt Eyþóri en strákurinn fór með dindilinn á milli lappanna eins og barinn hundur...bara fyndið
Var að skoða vaktaplanið mitt áðan og sá þá að ég á bara eftir að vinna í 10 daga áður en ég fæ frídag og þá einn heilan og er þá búin að vinna í 17 daga í bunu, finnst þetta eiginlega fullmikið en hlýt að verða rík og ágætt að vinna bara eins og svín þar sem frá 1 okt stend ég uppi atvinnulaus, veit einhver um vinnu, alveg sama hvað, liggur við:)
Rakel er með vinkonu í gistingu og var virkilega gaman hjá þeim í gærkvöldi miðað við flissið sem heyrðist frá herberginu. Brynja er enn á króknum og ég veit ekki hvenær hún kemur kannski í dag eða á morgun....
Var hálflasin eftir vinnu í gær lá meira og minna og svaf og var svo komin inn í rúm um 23.00 og algerlega rotuð...ekki sú skemmtilegasta þessa dagana....en fer skánandi vonandi fyrir hina....
Jæja rokin af stað í vinnuna.....hafið það sem best í dag
Sjúllinn kveður á leið út í kuldann
P.s mútta þetta tókst hjá þér og vertu nú dugleg að kvitta kona góð
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.