19.6.2007 | 14:34
Bleikt er málið
Já allir í bleikt í dag. Ætlaði nú svo sannarlega að vera bleik í dag en þegar ég ætlaði nú í alla bolina mína bleiku (ætlaði reyndar bara í einn) en þá voru þeir allir skítugir skal segja ykkur það. Katla er í bleiku bara í staðinn og munar ekkert um bleikt á þeim bænum, samfella, sokkabuxur og peysa haha.....reddar þessu fyrir mömmuna.
Fór til Dr. Hálfdánar í morgun og lét hann mig gera hin furðulegustu test til að fyrirbyggja eitt og annað en það kom nú bara í ljós það sem ég vissi að ég er með vöðvabólgu út um allt meira að segja í tánum...haha hver bíður sig fram í tásunudd En án gríns þá varla þori ég að vera ein með Kötlu því mig svimar svo ferlega og jafnvægið er eiginlega ekkert. Datt oná hana í nótt þegar ég var að reisa mig upp því það fór allt á fullt. Minnir óneitanlega á þá gömlu daga þegar maður var ofurölvi þá hringsnerist allt, er allavega minnt allhressilega á það núna afhverju ég ákvað að hætta að drekka, tek það fram þetta var samt ekki vandamál hjá mér
Eyþór er virkur ekki alki bara virkur með græna putta. Finnst svo gaman að vera í fríi að hann slær garðinn á hverjum degi. Garðurinn fer að verða eins og grænmetisgarður ekkert gras bara mold Kom inn áðan svo haugdrullugur en hamingjan skein úr andlitinu á honum, eins og lítill strákur að koma úr sandkassanum...svo mikið rassagat Hann og Pétur á efri hæðinni voru að þökuleggja í gær svaðalega duglegir og dröslast með steina fram og tilbaka og svo næst er að finna villt blóm til að setja í brekkuna okkar.
Ég er að spá í að fara að labba mér eitthvað út og reyna að liðka mig, líður best eftir að hafa gengið og hreyft mig, þarf hægt og rólega að fara að koma mér af stað í það með sjúkraþjálfuninni en þetta er bara orðinn alger vítahringur, get ekki hreyft mig fyrir verkjum, en þarf samt að hreyfa mig. Byrja rólega að labba þangað til ég kems í þjálfun en þá verður skrattinn laus. Erum að fara á Krókinn um næstu helgi, Brynja er að keppa í fótbolta ætlum að fara á laugardeginum og sjá þá leiki sem eru þann daginn, vonandi verður bara gott veður. Ætla að fara að sinna Kötlunni.
Sjúlli kveður á leið í smur.....
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.