Hvað er að gerast.........

Jæja hroðaleg helgi liðin hér á Akureyri. Mikið um slagsmál og sukk. Afhverju getur fólk ekki komið saman og skemmt sér án þess að þurfa að lemja mann og annan, heldur þetta lið að það verði eitthvað merkilegri við þetta veit ekki en einhver hlýtur ástæðan að vera. Löggan hér ræst út úr sumarfríum og meira að segja fæðingarorlofi til að halda skrílnum á mottunni....þeir eiga hrós skilið blessaðir og vonandi fá þeir það. Nauðsnlegt að gefa þeim klapp á bakið blessuðum. Man að Eyþór fór einhvern tímann á stöðina gott ef það var ekki eftir versló í fyrra og bara sagði þeim að þeir hefðu staðið sig vel þeim fannst það frábært..mér líka.

Sorglegar fréttir líka sem voru um hjónin í Reyjavík sem voru algerlega afskiptalaus að því er virðist vera, konan farin að maðka og lágu í eigin dammi hvað er að ...... fólkið hafði hafnað allri þjónustu heimahjúkrunar en hvað með alla þjónustuna sem Rauði krossinn bíður upp á og eins kirkjan. Þá er ég að meina innlit sjálfboðaliða.  Hvar eru ættingjarnir og aðstandendur. Mig langar að gráta hreinlega....ekki finnst mér hægt að kenna fólkinu um þrátt fyrir að þau hafi hafnað allri þjónustu....og að gamli maðurinn hafi alltaf hafa séð um konuna...ótrúlegt, á varla til orð.

17 júní í dag. Buðum Hillu, dætrum og mömmu í kaffi. Bakaði Betty köku ótrúlega magnaðar og svo gerði ég rababarapæ sem Berþór Pálsson stórvinur minn gaf mér uppskrift af:) Pétur nágranni kom líka og fékk sér kaffi og köku, voru í gær hann og Eyþór að setja niður einhver tré til að binda brekkuna okkar hér á bakvið alveg magnað.  Fórum aðeins niður í bæ og löbbuðum niður að Eimskip að skoða skemmtiferðaskip sem var að koma. Rosa fínt veður. 

Stelpurnar eru núna að djamma niðrí bæ með vinum sínum en það átti að vera einhver dagskrá til held ég að verða 11.

Alveg logn úti núna fallegt veður og spáir fallegu veðri allavega næstu 2 daga. Gaman að því. Ætla að fara að leggja mig og lesa.....keypti mér nýjustu bókina hans James Patterson á þær allar en þetta er held ég sú 5 og hún er mjög spennandi sakamálasaga. Að lesa svona bækur er það sem ég kemst næst því að vera lögga langar að verða lögga held ég væri æðsilega flott í löggubúningi með kylfur og læti. Finnst löggubúingur meira HOT en sjúkraliðabúningur....

Sjúlli farinn að láta sig dreyma.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ þið þarna..

Já ekki eru hvítu spítalabúningarnir fallegir..nei alls ekki,,, núna þarf ég víst að fara að ganga í þannig líka og ég get nú lítið annað um það sagt en......hvítt fer mér alls ekki svo vel sko...:)

En ég er alveg sammála með að klappa þurfi löggunum á bakið annað slagið,,,ég held að maður fatti ekki hvað þeir eru að vinna gott starf..*

Knús til ykkar...*

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband