15.6.2007 | 23:21
Snúningur.......
Er ekki kominn tími til að blogga það hefði maður nú haldið. Búin að detta inn á svo margar bloggsíður hjá fólki sem ég þekki eða kannast við að það er ótrúlegt, vissi ekki að svona margir sem ég þekkti væru með blogg en svona er þetta Bíð enn eftir því að sjá blogg frá Óskari Hafsteini held að hann ætti að íhuga að gerast bloggari.....koma svo Óskar þetta er mönun eins og unglingarnir segja
Þeir sem horfðu á fréttirnar í kvöld sáu þá líklega fréttina um hommabombuna sem herinn ætlaði að búa til haha ég get svarið það, ætluðu að gera liðið að hommum og svo yrðu allir svo sjúkir í kynlíf og yrðu bara í brjáluðu stuði og nenntu ekki að berjast. Ég skal nú segja ykkur það hahaha hvað er að gerast í heiminum. Heldur fólk virkilega að það sé hægt að BÚA TIL homma og svo að AFHOMMA fólk. Stundum vildi ég vera galdrakerling á priki því þá myndi ég sko fara og lemja þetta lið með prikinu mínu og troða því upp í görnina á þeim og hana nú....hvað er að ske.....
Sitjum hér gamla settið og borðum ost, kallinn drekkur hvítvín og ég kjellan þjórar Pesí max og horfum á mynd nema ég er reyndar eiginlega ekkert að horfa meira svona að blogga *Mætti nú samt halda að ég væri búin með eins og einn kassa af hvítvíni ef ég sný hausnum fer allt á fulla ferð og snýst í hringi ef ég stend upp þá gerist það sama þetta er nottlega ekki fyndið en svona er þetta. Fór í búð áðan og var smá reikul í spori, þurfti að beygja mig niður því ég þurfti auðvitað að henda hlut í gólfið og það munaði engu að ég endaði sleikjandi gólfið því ég seig niður bara, gömul kona hafði nú áhyggjur af mér og spurði mig hvort ekki væri allt í lagi með mig....skal nú segja ykkur það, svo hefur hún farið heim og býsnast við manninn sinn yfir því að fólk sé drekkandi á miðjum degi......hafi hitt konu sem gat ekki staðið á fótunum hahahah......jamm jamm mér er bara nær og á að vera heima.
KVennahlaupið á morgun og ég ætla sko að fara búin að ná mér í bol og allt, ætla að skondrast 3 km og fer auðvitað létt með það engin spurning. Líð út af í miðri göngu og fer heim í sjúkrabíl ahha..segi svona bara. Vonandi verður bara fínt veður.
Rakel er með vinkonur í gistingu og Brynja er einhversstaðar úti í þorpi, var á fótboltaleik en fór svo með einhverjum heim. Katla er sofnuð búin að vera í stuði. Þuríður sjúkraþjálfi kom í dag og tók hana aðeinsí gegn. Heldur að nú sé þetta komið bara, er farin í frí en ég hef bara samband aftur við hana ef mér þykir þess þurfa. Katla allavega snýr höfðinu liggur við í hring eftir þetta og er ekki eins losaraleg eitthvað. Svo á mánudag á hún að fara í 3 mánaða sprautuna. PAbbinn er hræddur um að það líði yfir hann verðum gæfuleg þarna hjónin liggjum bæði í gólfinu, hann vegna sprautunnar en ég vegna vöðvabólgu á meðan barnið múkkar ekkiþokkalegir foreldar.
Best að fara að finna út hvar Brynjan er þýðir ekkert að láta þetta lið vera eftirlitslaust
Sjúlli kveður á yfirsnúningi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk enn og aftur fyrir þitt líflega og bráðsondna blogg. Ég læt mér duga að senda inn stutta pistla á heimasíðu akureyrarkirkju þegar nenna leyfir. Þakka samt áskorunina.
Óskar kjúlli
Óskar Hafsteinn Óskarsson (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 23:07
Ég vek athygli á nýyrðinu ,,bráðsondna". Sumir hefðu nú notað orðið ,,bráðskondna" en ég fer alltaf mínar eigin leiðir.
Kv.
ó.
Óskar Hafsteinn Óskarsson (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.