14.6.2007 | 15:03
Deyjandi en hætti við...
Já svona getur þetta verið hélt virkilega í gærkvöldi að nú væri komið að því að kveðja fjölskylduna og ganga nær ljósinu (háfleyg) fékk svona hrikalega verki eiginlega um allan skrokkinn, missti jafnvægið, svimaði og var óglatt. Eyþór greyið nuddaði konuna sína í bak og fyrir en við það leið mér mun betur en varð alveg hrikalega þreytt. Er svo gjörsamlega komin í vítahring með helvítis vöðvabólguna að þetta er hreinlega ekki fyndið, þannig að ég fór í það að senda Dr Pétri mail og biðja um beiðni í sjúkraþjálfun þetta gengur ekki lengur. Er enn að drepast úr verkjum í hálsi og smá svima.
Fórum áðan við Katla að hreyfa okkur athuga hvort kjellingin myndi nú ekki skána eitthvað og löbbuðum í rúma klukkustund, fórum út í þorp og meðfram gleránni og ég veit ekki hvað og hvað, enduðum svo á að koma við á Glerártorgi og skrá okkur í kvennahlaupið á laugardaginn. Stelpan sem var að skrá spurði hvað þarftu nú stóran bol, ég sagði strax auðvitað LARGE haha þegar ég kom heim þá dró ég tjald upp úr pokanum haha loksins er seglagerðin farin að dreifa sér um landið Ég varð himinsæl að sjá þessa stærð, finnst ég meira að segja pínu lítil get farið í heila peysu innanundir þennan bol....haha gaman að þessu
Eyþór er úti í garði að sinna garðverkunum á milli þess sem hann málar vegg niður í Rakelar herbergi röndóttan haha gott á hann, alltaf einhver nýungagirni í þessum stelpum. Annars eru stelpurnar í vinnunni og Katla boppar hér í stólnum af hiksta og mamman hangir á netinu ekki það besta fyrir axlirnar...
Best að fara að sinna barninu
Sjúlli kveður útbólginn á ýmsum stöðum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æi elskan mín,, það er nottulega ekkert verra en að svima...maður verður svo ósjálfbjarga.!!! Þú verður að fara að láta gera e-ð fyrir þig Erna mín,,,þú mátt allavega ekki "ganga nær ljósinu".....hver á þá að búa til swiss handa mér:)
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.