26.7.2006 | 21:36
American next topmodel.....
.... er í sjónvarpinu og ég fyrirlít þessa andskotans þætti. Legg því á flótta úr stofunni niður í kjallaraholuna. Mási og Lilja Hrund komu í kaffi áðan. Lilja er að flytja til Akureyrar frá Húsavík og voru þau að koma með afgang af búslóðinni hennar. Brynja fór til pabba síns í dag og Rakel er í heimsókn hjá vinkonu sinni. Það er s.s. einsemdin sem dregur mig að tölvunni (auk andúðar á American next topmodel). Erna vinnur hvern einasta dag núna, er stundum bæði á morgunvakt og á kvöldvakt. Það hefur svo sem verið mikið að gera hjá okkur báðum undanfarið og verður á næstunni. Eftir næstu helgi verð ég kominn í c.a. 20 athafnir á 10 dögum. Það er svo sem ekkert gasalegt, en þegar maður er farinn að spila 6 sinnum á dag er komið nóg. Þannig var það einmitt síðasta laugardag. Ég hef oft spáð í hvað maður er oft mikið í vinnunni í huganum þótt maður sé heima. Það á nú við flesta sennilega. Erna talar t.d. gjarnan um heilbrigðismál og ég um tónlist. Óskar P sagði mér frá manni sem skírði bílinn sinn sálmanafni. Bíllinn hét sem sagt nafni sálms sem var með sama númer og bílnúmer hans. Bíllinn okkar heitir Lát þitt ríki, ljóssins herra! Heitir þetta ekki að taka vinnuna með sér heim!
Eyþór
Athugasemdir
Í framhaldi af þessu: Bílnúmerið mitt er 543 en ef það væri 354 héti bíllinn: Fyrst er að vilja veginn finna. Það væri auðvitað snilldar nafn á bíl
Eyþór
Eyþór (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.