Sælan

Hvað getur maður sagt:) Vinnum hérna hjónin út í eitt og hittumst varla nema yfir blánóttina sem er jú skárra en ekkert:) Stelpurnar á fullu að sinna vinunum og sýnist mér það ganga alveg þokkalega vel. Brynja var fyrir sunnan um helgina að keppa á Íslandsmóti og unnu Keflavík 4-3 en gerðu jafntefli við Þrótt R 2-2. Mega vera sáttar með þetta.

Eyþór fór í veiði í morgun með Hjörleifi eitthvað inn í Skagafjörð nema hvað þegar í gærkvöldi kallinn var að taka sig til leita að maðk og svona þá var bara ekki einn einasti ormur í garðinum... hann hamaðist við að vökva garðinn í von um að kvikindin kæmu upp á yfirborðið en ekkert skeði. Enginn sem hann vissi um sem var að selja orma nema einhver kall á Dalvík en ekki nennti hann þangað. Svo þegar ég vaknaði í morgun var garðurinn svona vel plægður og flottur og kall búinn að ná í nokkur stykki af maðkSvalur Þessir karlmenn.

Eftir vinnu hjá mér þá ætluðum við stelpurnar að fara í sund fram á Þelamörk og tökum okkur til en nema hvað haldiði ekki að litli organistadrengurinn hafi bara svona upp á grínið farið með lyklana af Passat með sér í Skagafjörð, hann var heppinn á því mómenti sem ég fattaði það að vera ekki í símasambandi gat reyndar tautað nokkur vel valin orð á talhólfið hjá honum....þannig að í sárabætur pöntuðum við okkur pizzu og helling af drasli af Greifanum og förum í sund á morgunSaklaus

Kallanginn mér er runnin reiðin núna þannig að það verður ekkert ofbeldi hér á minu heimili í dag múhahhaha....

Annars er margt spennandi framundan sem við munum fræða gesti og gangandi um þegar nær dregur.....

Hafið það sem allra best í dag lömbin mín og verið góð hvert við annað og KVITTIÐ

Sjúllinn sem var snar í dagÞögull sem gröfin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband