7.6.2007 | 18:35
Snillingur
Var að tala við Eyþór, búinn í seinna prófinu og nældi sér í úrvalseinkunn þar...duglegur drengur átti það alveg skilið miðað við púlið og bara allt síðustu mánuði svo ég tali nú ekki um þessa daga þarna úti. Var alveg í skýjunum eðlilega......ohhhh ég er montin.
Fengum okkur göngutúr ég, Brynja, mamma og KAtla upp í lystigarð í góða veðrinu í dag, orðinn ofsalega fallegur garðurinn hef ekki farið þarna mjög lengi, kannski einu sinni á þessum 4 árum sem ég hef búið hér. Síðan skruppum við mæðgur aðeins að ná okkur í björg í bú og eins var Brynja að láta minnka hringa sem hún fékk í fermingargjöf og ég armbandið sem þau stjúpfeðgin gáfu mér í fæðingargjöf.
Vona að veðrið verði eins gott á morgun, mér er eiginlega alveg sama þó svo að það sé engin sól finnst það bara betra ef maður ætlar að labba.
Súkkulaðifíkn er ekki betri en önnur fíkn hvað get ég gert til að losna við þessa hrottalegu löngun í súkkulaði ekki bara hvaða súkkulaði sem er heldur marsipan súkkulaði frá Lindu er brjáluð í það og því miðru þá eru seld 3 stykki í pakka og ég fer létt með það....Verð að komast út úr þessum vítahring. Þyngist ekkert samt því Katla étur þetta af mér en mig langar svo að losna við þetta, líður sko ekki betur heldur en þegar ég reykti, jafn sterk löngun liggur við...
Talvan orðin straumlaus eða að verða það ætla að stinga í samband
Sjúlli kveður brúnn utan sem innan
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.