Glæpon

Skal segja ykkur það...lá í makindum mínum inni í rúmi áðan að spjalla við Kötluna mína þegar ég heyri að það er bankað og þá meina ég BANKAÐ. Bað Brynja að jogga fram og tékka á því hvaða heljarmenni það væri sem berði svona rösklega að dyrum.

Ég heyri að karlmaður spyr um Eyþór Inga og Brynja segir hann vera í útlöndum og  vill nú viðkomandi vita hvernig hún tengist honum og hún ræfillinn segir þeim það, spyrja þeir þá eftir "mömmu". 

Ég til dyra og standa þar 2 fílefldir lögreglumennPolice, ég fór alveg í panik og fór strax að hugsa hvern andskotann ég hefði gert núna, hvort ég hefði bakkað á einhvern þegar ég skrapp í búðina án þess að finna það.........Jæja þeir fara að spyrja mig hvort ég hafi verið á ferðinni fyrir ca 40 mínútum og hvort ég hafi verið á ljósbláum passat með númer ------- já ég gat nú ekki annað en viðurkennt það, þá fóru þeir að spyrja hvort ég hefði verið ein eða með farþega, ég var nú farin að verða dálítið forvitnin þannig að ég sagðist hafa verið ein og um hvað málð snerist eiginlega.  Jú þá hafði einhver ábúandi við Bjarkarstíg tekið niður bílnúmerið mitt vegna þess að ég hafði kastað bjórflösku inn í garðinn hjá viðkomandi. Skal segja ykkur það.....ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að hlægja eða gráta því þarna virkaði ég eitthvað svo sek, beið bara eftir því að vera látin blása eða eitthvað......

Það eina sem ég gerðist sek um var að bruna upp í 10-11 til að kaupa mér súkkulaði rétt eftir að ég var búin að tala við eiginmanninn og segja honum að ég væri hætt að borða súkkulaði......þarna þá veistu það kallinn minn.

Lá lengi inni í rúmi og velti vöngum yfir því hver hefði getað verið að gera at í mér, en komst svo að þeirri niðurstöðu að þetta hefði verið einhver gamlingi sem leiddist og ákvað að gera lögguatLoL Til að fá smá félagsskap annað eins hefur nú gerst. Jahá en án gríns mér líður illa yfir þessu þoli ekki að vera höfð fyrir rangri sök.

Annars hefur dagurinn verið nokkuð góður svona, kláraði að berja saman skrifborðið hennar Brynju og ég skal lofa því að ég kaupi aldrei aftur neitt í rúmfatalagernum almáttugur þvílík gestaþraut, hætti kl 1 í nótt þegar ég uppgötvaði að ég hafði snúið plötum bandvitlaust, fékk svo martröð um að ég þyrfti að taka ALLT í sundur og kaupa svo nýtt.....kláraði þetta samt og lítur nokkuð vel útGasp

Mamma og Hildur kíktu í morgunkaffi, ég hef eiginega ekkert farið þar sem Katla hefur verið eitthvað ýlin í dag en ég kannski fæ mér göngutúr á morgun, finnst ágætt að nota morgnana í að þvo og laga til og gera svona eitt og annað á heimilinu, hanga í tölvunni ef ekkert annað, svo eftir hádegi að fá mér röskan göngutúr, getur vel verið að ég láti verða af því að fara í Kjarna ef KAtla verður spræk. Ætluðum að fara austur í vikunni en ég hugsa að ég bíði þar til karlinn er kominn heim kemur eftir 3 daga vííí og þá kominn í frí í allt sumar eða þangað til um miðjan ágúst íha.

Best að fara að halla sér og slaka á ..... bíð spennt eftir að Svava mín sjúkraliði og samnemandi sendi mér sms og segist vera búin að eiga krílið...sendi henni hríðarstrauma (eins og það gagnist eitthvað)

Sjúlli kveður á leið á HrauniðBandit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Erna mín þú átt alla mína samúð út af þessu lögreglumáli það vantar eitthvað í heilabúið hjá Bjarkarstígsbúanum

Tengdó (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 10:46

2 identicon

Ég er svakalega forvitin að heyra hvernig þér tókst að tala þig út úr  (glæpa)málinu. Trúðu blámennirnir þér eða áttu eftir að mæta í fingrafara og dna gjöf? Ertu komin með góðan lögfræðing? Voru lögreglumennirnir bara tveir? Ertu búin að selja kvikmyndaréttinn eða kemur þetta kannski í ,,Sönn íslensk sakamál"?

Svo er fólk að segja að það gerist aldrei neitt á Akureyri. 

orgelstelpa (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband