3.6.2007 | 10:43
Hvað er betra.....
En að byrja morguninn á eðal góðum Latte, held ekkert, hlusta á kirkjuklukkurnar klingja í Akureyrarkirkju og þvílíkur friður einhvern veginn. Vöknuðum mæðgur í svitabaði í morgun, sólin skein svo fallega inn um gluggann okkar, Katla hjalaði góða stund bleyjulaus og mamma dormaði. Fórum síðan á lappir og ætluðum upp í Kjarnaskóg en ætla að fresta því til morguns úr því sem komið er. Katla sefur núna, ég var að klára að þrífa svona lauslega og er síðan komin með þennan áðurnefnda eðal Latte í hönd
Er nú eitthvað að kólna sýnist mér úti, en er samt 15° enn voru rúmlega 18° fyrst í morgun. Talaði við Brynju eftir fyrri leikinn í gær þær töpuðu honum en fall er fararheill og vonandi bara vinna þær ÍA í dag. Eiga svo fyllilega skilið stelpurnar að vera í suðurlandsriðli þær eru góðar.
Fór að borga æfingagjöldin í gær, hélt ég yrði svona 10 mín í mesta lagi en nei við biðum 40 mín í röð, Kötlu fannst það fínt horfði bara á krakkana en mamman fór í hendinni
Eyþór æfir og æfir fyrir útskriftartónleikana sína sem eru á morgun, efast um að það sé notalegt því það er 25° hiti þar sem hann er, hlakka til að fá hann heim, finnst líka æðislegt að hann sé að ná að klára þetta því hann var alltaf á mörkunum að hætta bara, en sem betur fer þá er hann harður drengur, búið að vera hrikalega erfitt, kostar auðvitað þvílíkan böns og þá er ég ekki bara að tala um peninga heldur allskyns fórnir og fleira.......en hann er að klára masterinn í þessu og klárar rest næsta haust
Náði að mála eina umferð á hvíta vegginn inni hjá Brynju í gær, ætla að klára þann vegg helst áður en hún kemur heim svo ég geti aðeins lagað til þarna svo hún geti sofið þar. Tek vegginn sem á að vera grænn í nefið á morgun nema ég nái því kannski í dag, fann fína leið til að hafa Kötlu góða setti stólinn hennar upp í rúm og geiflaði mig svo og gretti annaðslagið til hennar og hún var alveg eins og stjarna, við reddum okkur kjellurnar.
Best að fara að setja í eins og eina þvottavél og jafnvel að hengja út úr henni, fínn þurrkur.
Sjúlli kveður í sólskinsskapi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.