Klár stelpa

Já er eins og venjulega alveg að deyja úr monti. Brynja Dögg var að fá einkunnirnar sínar í dag og eins og venjulega eru þær ekki af verri endanum. Lægsta einkunn 8.5 og hæsta 10 og meðaleinkunn 9.2 oseisei já hún er dugleg stelpan sem betur fer.

Skreið snemma inn í ból í kvöld, mér hálfleiðist verð að viðurkenna það að hanga svona ein heima. Meira að segja kettirnir eru farnir út á lífið. Brynja fór suður í dag þannig að við Katla erum bara hérna. Sjónvarpið ekki til að hrópa húrra fyrir og KAtla var örg þannig að við fórum inn í rúm og vorum að spjalla og skoða tærnar á okkur í næstum klukkutíma. Já þið ættuð bara að sjá hversu merkilegar okkar táslur eruLoL Svo fékk Katla sér snabba og steinsofnaði og ætla ég bara að láta hana lúlla uppí hjá mér er ekki eins einmana þá. Á nú samt eftir að fara fram og fá mér smá kaffi og súkkí því það er jú nammidagur hjá mér í dag annars er ég að reyna að hætta þessu sætindaáti og borðaði t.d ekkert í gær.

Eyþór þessi mikli kaffimaður fattaði áðan að í íbúðinni sem hann fékk lánaða hjá vini sínum var ekki til neitt kaffi og í þessum litla bæ þá lokar öllum búðum mjög snemma þannig að hans mesta kvíðaefni í kvöld var það að þurfa að fara að æfa sig án þess að fá kaffi. Ég huggaði hann með .því að ég fengi mér bara eðal kaffi úr góðu vélinni okkar hér hahha. Allt skeður svo snemma hjá Svíum allt lokar snemma, þeir fara MJÖG snemma að sofa held að hjá okkur kallist liggur við vera dagur ennþá meina það.

Sá í Fréttablaðinu að Atli þingmaður vinstri grænna hefði ekki verið við þinggræjið í gær í kirkjunni því hann var að sýna samkynhneigðum vissan stuðning með því ég tek ofan hattinn fyrir honum vissi nú allt að við þessir grænu værum snillingar en SNILLINGAR jújú....Erna Snilli Hauksdóttir seisei já...ætla að prumpast eftir súkkulaði því ég er sko ekki hætt að láta ljós mitt skína í einsemdinni.

Ok fékk mér ekki kaffi nennti ekki að bíða eftir því að hún kveikti á sér, fékk mér bara pepsi max í staðinn með súkkulaðinu, eigum svo mikið af því síðan í fermingu að Sigurpáll og Kristín vildu endilega gefa okkur tvær kippur tveggja lítra, hafa greinilega vitað að ég er forfallinn maxisti og reyndar kallinn líka, ekki skrýtið þó maður sé ör og vitlaus á köflum þegar maður drekkur rótsterkt kaffi og pepsi meira og minna allan daginn W00t

Finn alveg hvernig súkkulaðið þrýstist út í brókina, skal viðurkenna að mér líður ekki vel með að liggja upp í rúmi eins af afvelta rolla étandi súkkulaði, pikkandi á tölvuna og drekkandi gos, þessi lýsing er svona ca sú lýsing sem ég myndi kannski smella á svona lónlý tölvukall ....líklega er ég bara lonelý tölvukellingWhistling

Best að fara í nokkra leiki hérna á netinu sem hún dóttir mín var svo góð að kenna mér hefur líklega vitað hvað móðirin yrði lónlý þessa daga.....

Sjúlli kveður með bumbuna út um ALLT 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband