1.6.2007 | 00:16
Þreyta
Hvað er málið, er ógeðslega þreytt en get engan veginn sofnað búin að reyna en nei það bara er alls ekki að ganga upp, hlusta á litla krílið mitt anda djúpum og værum andardráttum hér við hliðina á mér ósköp notalegt en samt ekki nóg til að svæfa mig....ekkert sem mér finnst ömurlegra heldur en að geta ekki sofið en það kemur.
Brynja er að fara suður á morgun kl 17:30 að keppa og kemur á sunnudagskvöldið aftur seint eða um kl 23 verður bara að reyna að fá far heim frá Hamri þar sem ég hleyp ekkert út núna Þessi mánuður hjá okkur er búinn að vera svakalega dýr, auðvitað ferming og síðan fótboltagjöldin fyrir sumarið sá að það á að borga þau um helgina 24.000 kr og svo ferðin suður 10.500 já skal nú segja ykkur það dýrðlegt að fá þetta svona allt á sama mánuðinn svo ég tali nú ekki um þegar ég er í fæðingarorlofi og ekki með hæstu tekjurnar...en vil nú hafa hana í boltanum góð forvörn...og félagsskapur
Fórum í dag hin heilaga þrenning eða við mæðgur og keyptum málningu á herbergið hennar Brynju það nýja, vildi hafa einn vegg grænan og svo allt hitt hvítt bara, kláraði að sparsla áðan, dugleg eru að vísu bara tveir veggir sem þarf að mála en það þarf samt að gera það býst við að geyma það fram á mánudag þá verður stelpan komin heim og getur verið með Kötlu á meðan.
Við Katla erum að spá í að bruna á Húsavík á laugardaginn og kíkja á afa Hauk, Hildur og dætur eru að spá í að fara líka kannski, förum samt á tveimur bílum komust ekki í einn erum með svo mikið af börnum. Gaman að koma austur og hitta kallinn á heimavelli. Kíki kannski á systkinin mín ef ég verð í fantaformi sé nú samt til með það.
Jæja best að reyna að fara að kanna hvar hann Óli lokbrá er að hangsa vil fá duft í augun...
Sjúlli kveður með augun galopin
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.