30.5.2007 | 23:13
Hetjurnar
Vá hvað það eru margar hetjur til í þessum heimi okkar og þá er ég ekki að meina svona feik hetjur eins og mig sem er með hetja sem mail heldur hetjur sem berjast við illvíga sjúkdóma og trúa því svo innilega fram á síðustu stundu að það komi til eitthvað kraftaverk sem veldur því að þau lifa.
Hún lést í dag Ásta Lovísa sem var kosin kona ársins af tímaritinu Ísafold ótrúleg manneskja. Banameinið var krabbamein. Ótrúlegt að læknavísindin skuli enn ekki vera búin að finna neitt upp við þessu helvíti því ef eitthvað helvíti er til þá held ég að það sé þessi sjúkdómur. Hef fylgst svolítið með blogginu hennar og las síðast í gær nokkur blogg aftur í tímann og ég hágrét allan tímann. Afhverju lærir maður ekki af svona eða gerir maður það kannski. Lærir maður að meta lífið meira eftir að lesa svona? Ég held það að allavega ætti maður að taka sig í smá naflaskoðun og sjá hvað maður hefur það gott í raun, maður LIFIR nokkuð sem þessi kona t.d fékk ekki og þurfti að yfirgefa 3 lítil börn. Blessuð sé minning Ástu Lovísu...
Ég hef aldrei misst neinn nákominn mér hvorki af slysförum né úr langvinnum sjúkdómi sem betur fer, hlýt að teljast ofsalega heppin því mér sýnist þetta vera spurning alltaf bara hver er næstur og maður veit aldrei hver verður næstur. Held við ættum að hætta að taka fólki sem sjálfsögðu og muna líka eftir þvi að segja fólki að okkur þyki vænt um það
Best að hætta áður en fólk sem þekkir mig heldur að ég sé að verða skrýtin en það kostar ekkert að pæla í þessu aðeins og auðvitað á ekki að þurfa andlát til að við gerum það....það kostar svo lítið að brosa en gæti fengið einhverjum til að líða svo mikið betur.
Sjúlli kveður mjög þenkjandi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mér þykir vænt um ykkur öll
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.