29.5.2007 | 20:48
Fermingin
Þriðja skiptið sem ég byrja á bloggi varðandi ferminguna Litlan mín hefur alltaf þurft athygli þegar ég er rétt að byrja en svona er þetta og spurning hvort þetta hafist núna.
Brynja var svo falleg og flott á fermingardaginn og stóð sig algerlega eins og hetja. Tókum daginn snemma þar sem hún átti að vera mætt í greiðslu og förðun kl 7:45. Kirkjuathöfnin var 1 og korter og hefði ekkert mátt vera lengra. Voru rúmlega 500 manns í kirkjunni þannig að það var þétt setið. Katla svaf eiginlega alla athöfnina og var alveg eins og stjarna. Fórum svo í það fljótlega að skreyta salinn í Víðilundi en Kristín, Unnur og Ragna sáu að mestu um það ég hringlaði eitthvað þarna inn á milli. Enda Kristín alvön að henda upp veislum
Veislan var rosalega fín, góður matur, frábært fólk, fallegt fermingarbarn, yndisleg fjölskylda og bara allt hreinlega fullkomið. Þegar flestir voru farnir þá hjálpuðumst við að þrífa, ss. Unnur, Alli, Ragna, MAggi, Didda, Brynja, Eyþór, Ég, Kristín og Siggi og gekk það mjög hratt og vel fyrir sig. Settumst síðan niður á meðan fermingabarnið opnaði gjafirnar og fékk hún sko þvílíkt fallegar gjafir. Hún fékk í pening 278 þús, 5 hálsmen, 3 hringi, eina eyrnalokka, ökklaband, fótsnyrtingu, spámanninn (bók), hárblásara, bók, snyrtivörur, myndavél frá Rögnu, Magga og Jönu, rúm frá pabba sínum og Kristínu, fartölvu frá mér og Eyþóri, heppin stelpa og átti þetta allt alveg skilið enda falleg og góð.
Finnst nú nett skrýtið að vera búin að ferma hana, finnst ekkert ofsalega langt síðan ég var með hana eins og Kötlu svona litla, en sem betur fer virðist okkur hafa heppnast vel með hana og gengur henni vel alveg sama hvað hún tekur sér fyrir hendur. Ohhh er svo stolt mamma.
Maturinn var rosalega góður en það var grillaður lamb, grilluð lúða og grillaður kjúlli með tilheyrnandi meðlæti frá Greifanum, svo á eftir var fermingarterta, kransakaka, rice crispies kaka og snittur sem Siggi og Kristín komu með....
Verð að hætta Katla farin að veina.....meira síðar en allavega var dagurinn æðislegur og ég set inn myndir við fyrsta tækifæri.
Sjúlli kveður stoltur af stelpunni sinni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með skvísuna.
Margrét Brynjars og Gísli Jóhann (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.