24.5.2007 | 18:52
Hvar er sumarið
Auglýsi hér með eftir sumrinu, er nú ekki alveg sátt ég meina það er kominn 24 maí og það var snjókoma í morgun öllu má nú ofgera sko. Hef ekki þorað út úr húsi í dag vegna veðurs bara verið heima og hugsað um hvernig tjald ég eigi að kaupa utan um mig fyrir ferminguna...já ég sagði tjald, verst að seglagerðinÆgir sé ekki hér til heimilis....damn.
Búin núna að ÖLLU nema finna föt á mig pæliði í því, ég verð þessi nakta í kirkjunni með júllurnar niður á tær ásamt huppunum. Ok ég fer ekkert framhjá neinum þarf engar lýsingar.
Var að klára að drekka eðal cappucino úr nýju vélinni minni og er hann alveg þrælgóður, Eyþór er með stúlkakórsæfingu hef ekkert séð hann nema hann rétt skaust heim til að taka á móti nýja stóra rúminu hennar Brynju en svo var hann rokinn aftur ójá kem ekki til með að sjá hann af neinu viti fyrr en 10 júní og þá leggst hann í rúmið í einhverjar vikur þannig að ja um miðjan júlí skulum við segja.
Svona er nú lífið bara ekkert hægt að gera við því, Brynja kláraði síðasta prófið sitt í Brekkuskóla í morgun og ef ég þekki hana rétt þá fær hún fínar einkunnir ekki vön öðru svo dugleg þessi elska, Þula vinkona hennar kom svo til hennar og voru þær boðnar upp í Brekkuskóla í pizzaveislu en þeir krakkar sem voru með fæstu punktana alltsvo hegðunar og mætingarpunkta var boðið, hefur þetta nú frá mömmunni Fóru síðan í sund og á Subway og hún var varla komin þaðan þegar hún hjólaði út í þorp til að horfa á einhvern fótboltaleik, bissi krakki.....
Fannst nú ekkert smá fyndið þegar ég fattaði hver væri aðstoðarskólastjóri í Glerárskóla en það er enginn annar en gamli skólastjórinn minn úr Lundarskóla í Öxarfirði hann HAlldór Gunnarsson. Okkur samdi aldrei mjög vel og sagði hann mér oft að það kæmi nú aldrei til með að verða neitt úr mér...haha....var villingur, vona að hann fatti ekki hver er móðir Brynju Daggar þessa afburðanemanda með topp einkunn í hegðun *hóst* hefur það ekki frá mömmunni...haha var nefnilega frekar erfið í gagganum og var vísað úr skóla og ég strauk líka og makaði súkkulaði í brækur eins kennarans míns það var reyndar fyndið leit nefnilega út eins og já ekki meira um það...ég var villingur þar með er það ljóst
Allir voða spenntir varðandi fermingu, var að tala við Sigurpál hann sér um myndatöku, Kristín, Ragna og Unnur ætla að koma í að dekka upp borðin með okkur, Eyþór sækir kökurnar í bakaríið eftir að hann er búinn að spila í fermingunni þetta verður bara snilld.
Farin að faðma Kötlu
Sjúlli kveður allsber
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.