Gangbrautir hvað er málið?

Eitt sem ég hef pirrað mig á í mörg ár er virðing ökumanna fyrir gangbrautum. Merkilegt nokk en það er meirihluti ökumanna sem virðir ekki gangbrautir. Hef verið mikið á hjóli hér á Akureyri og hef mátt þakka fyrir að lenda ekki margsinnis í maski upp á slysó vegna einhvers sem heldur að hann sé yfir hjólreiðamenn hafinn og ætlar að valta yfir þá. Ég sjálf persónulega virði ALLTAF gangbrautir nema í þeim tilfellum þegar það eru tvær akreinar í sömu átt því þá er það oft að ef ég stoppa að bíllinn á næstu akrein heldur áfram og virðir ekki gangbrautina sem að sjálfsögðu getur valdið slysi.

Var í morgun að labba með Rollsinn og þurfi á leið minni að fara 6 sinnum yfir gangbraut af þessum 6 skiptum stoppuðu bílar ekki í 3 skipti og í 3 skipti var enginn bíll.....í eitt skiptið var ég komin út á gangbrautina þegar bílskrattinn kom og sveigði framhjá mér. Ég meina það hvað halda bílstjórar að þessar merkingar þýði alltsvo strikin yfir götuna, get orðið svo reið yfir þessu. Svo ég tali nú ekki um þegar bílstjórar  sjá börn bíða eftir að komast yfir en stoppa ekki, tilhvers er verið að kenna börnum umferðareglurnar, þyrfti held ég að taka mun harðar á þessum hluta umferðalaganna.

Vildi  að ég væri lögga myndi sko taka á þessu, langaði alltaf að verða lögga, reyndar út af búningnum hélt ég myndi líta vel út i honumBlush Alltaf verið svag fyrir búningum vildi að sjúllabúningarnir væru flottari...

Annars er dagurinn búinn að vera fínn, rölti mér s.s. til Hildar í morgun og tilbaka, hitti Erlu mágkonu og Lilju þar, fórum við Brynja svo að versla í kransakökuna sem Harpa ætlar að gera og skutluðum til hennar og síðan komu mæðgur, Lilja og Erla í kaffi voru á leið austur aftur. Alltaf gaman að sjá ættingjana, sé þær aftur um helgina í fermingu.

Allir voða spenntir yfir að vita hverjir fái ráðherrastól, Steingrímur fær engan sem mér finnst rosalega vitlaust, hann átti að verða umhverfisráðherraGasphipp húrra fyrir því. Katrín menntamálaráðherra, ég var búin að ákveða þetta allt saman, finnst þetta hálf skítleg ríkisstjórn, óttalegt prump að samfylking skuli vera svona vitlaus, á ekki til orð get samt ekki hætt að skrifa um þetta.....afhverju er ég ekki forsætisráðherra þá væri nú Ísland heldur betur í góðum málum og grænum....hahahaha þarna þið sjálfstæðispungar....

Hef í raun ekkert vit á stjórnmálum, bara að reyna að þykjast hafa eitthvað vit á þeim, veit bara að ég vil hafa landið mitt grænt en ekki grátt þannig er það nú....

Katla er að verða búin að sjúga túttuna út í gegnum hnakkann sýgur hana svo fast best að fara að skella út júllum, þegar litla skinnið lítur á mig sér hún bara tvær nýmjólkurfernur haha bláar og flottar....jájjá svona er þetta, fyndið samt hún kann varla á túttu hahaha litla skinnið....

Sjúlli kveður svalur sem aldrei fyrr 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk elskan fyrir sviss mokkað,,, ógisslea gott:) Hlakka voða mikið til að sjá ykkur á sunnudaginn,...Knús til Kötlu*

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband