21.5.2007 | 22:59
Síðasta einkunn
Dásamlegt búin loksins að fá síðustu einkunnina í hús og var það eins og ein 10:) Gekk nokkuð vel í prófunum miðað við aðstæður til lestrar en ég var með 6,7,9,10 alveg ágætt bara náði allavega öllu og var það takmarkið:)
Búin að vera eins og skopparakringla í dag að dundast í undirbúningi, hætti við að kaupa fermingartertuna í Bakaríinu við Brúnna, munaði næstum helmingi á því og Kristjáns og svo varð ég s.s. að sækja tertuna í Bakaríið við Brúnna daginn fyrir fermingu þar sem það var lokað en hjá Kristjáns sæki ég terturnar kl 14 á fermingardaginn og munar það öllu.
Brynja fór líka í prufugreiðslu í dag og ég get nú ekki annað sagt en hárið verður geðveikislega flott, fórum svo og keyptum skraut í hárið líka og þá er allt klárt. Bara eftir að staðfesta myndatökuna, Harpa vinkona Hildar ætlar að græja svona kransaköku bara úr rice crispies fyrir börnin og þarf ég að fara og kaupa í það á morgun. Þarf lika að fara að finna föt á hlunkinn mig sem elskar að borða nammi og ætti að skammast mín niður í görn og hananú.
Katla búin að vera þvílíkt fyndin síðustu tvö daga hefur nú ekki langt að sækja það :) Hjalar og hlær á milli þess sem hún sefur eða bara gónir út í loftið.
Brynja er á fullu núna í prófum og ef ég þekki hana rétt þá gengur henni alveg snilldarvel:) Dugleg stelpa sem ég á.
Eyþór þarf að spila í fermingu stjúpdóttur sinnar hvað er í gangi, er með aðstoðarmann sem er upptekinn við að spila annarsstaðar halló annaðhvort er maður í vinnu eða bara sleppir því. Óþolandi sá nú alveg fyrir mér að ég fengi að hafa kallinn við hliðina á mér þarna, því í flestu sem við höfum farið í svona hefur hann verið að spila, nema auðvitað brúðkaupinu okkar sem ég reyndar er svolítið hissa á.....yrði nú eitthvað sagt ef ég gæti ekki verið í kirkjunni þegar stjúpdóttir mín yrði fermd einhverjir myndu þá hneykslast efast ekki um það ÓÞOLANDI..... Svona er þetta, að vera gift organista.....
Fór í kaffi til mömmu í dag á meðan Brynja var á æfingu og var það fínt bara, fékk kaffi og með því:)
Heyrði aðeins í pabba í gær og er hann spenntur að koma í fermingu búinn að gefa Brynju fermingargjöf en ég má nottlega ekki segja hvað það er:) KEmur bara í ljós, er að velta vöngum yfir því hvað ég á að láta Kötlu gefa systur sinni og hef enn ekki fundið neitt kemur að því. Verður frá þeim báðum Rakel og henni.
Best að fara að sofa og ná einhverjum svefni af viti'
Sjúlli kveður ekki alveg sáttur núna þennan daginn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.