London, París, NY, Róm já eða bara Munkó

Datt allt í einu í hug lag og er textinn eitthvað á þessa leið "aleinn og yfirgefinn ég arka æviveginn ó hvað ég vildi .....í örmum þínum" kannast einhver við þetta. Man að ég fékk lánaða plötu vinyl einu sinni hjá held ég Mása bróðir er samt ekki alveg klár með þessu lagi og tók þetta upp á segulband á mjög sérstæðan máta en s.s. já svo núna í einsemd minni hér datt mér þessi laglína í hug þetta er s.s. viðlagið minnir mig. Vildi gjarnan vita hvar ég gæti fundið þetta lag EINHVER.

Ein og yfirgefin passar nokkuð vel við núna, Brynja er farin að sofa, Katla er sofnuð og Eyþór er að taka úr nýju þvottavélinni og er svo að fara að sofa en ég nenni ekki á laugardagskvöldi að fara að sofa alveg strax enda ekkert gríðarlega þreytt. Erum búin að fá nýja ísskápinn okkar, nýju þvottavélina okkar og nýju viftuna svo þegar Eyór er búinn að græja það allt þá sprungum gömlu ljósin í eldhúsinu næstum í loft upp (ýki aðeins) þannig að ég fór áðan í húsasmiðjuna og keypti ný rosa flott ljós, ætlaði varla að tíma að hafa þau í eldhúsinu, enda  hafa þau ábyggilega fundið hvað þau voru út í hött innan um allt þetta nýja dót og ákveðið að enda sína ævidagaLoL

Ótrúlega leiðinlegt sjónvarp á laugardagskvöldi einmitt þegar kannski flestir nenna og vilja horfa á sjónvarpið, hvernig stendur eiginlega á þessum skandal, tja spyr sá sem ekki veit jamm það er ég...

Eyþór er farinn að hafa varann á sér með vekjaraklukkuna því hann var alltaf með hana við hliðina á sér og átti það til að slökkva á henni og sofna aftur núna læsir hann kvikindið inni í skáp svo hann nenni nú á fætur en hvað gerir gaurinn jú hann stendur upp, opnar skápinn, slekkur á klukkunni og skríður aftur upp í rúm og sefur áfram. Var einmitt í þessum skrifuðu orðum að loka skápnum eftir að hafa stillt klukkuna, bara snilld, sagði reyndar ástæðuna vera þá að hún hefði svo hátt......yeah right. Verð að hætta þessu er að bögga þetta grey í hverju bloggi hann er bara svo fyndinn þessi elska að það er ekki nokkru lagi líkt.......hann fyrirgefur mér eða hvað......

One tree hill maraþon í dag 7 síðustu þættirnir sýndir ekkert smá frábært, reyndi eins og ég gat að góna á milli þess sem ég sveiflaði tuskunni og hélt á Kötlu hlakka til þegar næsta sería byrjar sem er núna bara næstu daga minnir mig, þvílíkur lúxus að vera í fæðingarorlofi þá seisei já. vantar bara rúllur þá er ég eins og bandarísk húsmóðir sokkin í sápuna.......

Tja hvað skal bulla meira....er að hugsa dettur stundum ekkert í hug til að skrifa en langar og þá þarf maður stundum að hugsa bara......nei því miður dettur bara ekkert í hug.....verð þá bara að hætta......kem inn síðar með sjóðheitar fréttir af okkur hér.......

Sjúlli kveður aleinn og yfirgefinn 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Erna og fjölskylda

Held ég vita hvaða lag þú ert að meina, ég skal syngja það fyrir þig næst þegar ég hitti þig:) ég er góður söngvari þó að Lilja frænka þín segi annað.

En vá hvað ég er sammála þér með sjónvarp um helgar, stöð 2 er að drulla á sig með sjónvarpsefni. Stöð 1 er með svo helming betri myndir, en brjáluð get ég orðið fyrir að borga rúv helví...

Edda Lóa (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband