10.7.2006 | 18:29
Brotnar tær......úff
Helst í fréttum í dag er að Eyþór er farinn til Svíþjóðar að spila á tónleikum fór í gærkvöldi eftir að hafa verið með þessa líka flottu tónleika hér í Akureyrarkirkju og dinner á Rósagarðinum á eftir sem var sko ekkert slor....slefa bara af því að hugsa um það, hann er s.s farinn einn í brúðkaupsferðina
Brynja er í Frederikshavn í Danaveldi að spreyta sig með liðinu sínu Þór á fótboltamóti sem kallast Dana-cup. Fá að keppa við lið frá USA, Finnlandi, Svíþjóð og fleiri löndum Gaman að því bara. Eyddu samt fyrsta deginu s.s. í gær við að slaka á í sundlaugargarði skildist mér og dagurinn í dag átti að fara að versla í Álaborg svo eflaust er stuð á þeim Mótið er svo sett í kvöld s.s. liklega búið að því og hefjast leikirnir á morgun.
Rakel er í Búðardal núna og var í Borgarnesi fram á sunnudag en kemur heim líklega á föstudag ef ekkert breytist.
Þannig að ég er heima ein og finnst það alveg ágætt bara, stundum gott að fá tíma bara fyrir sjálfan sig og þurfa ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig sem í mínu tilfelli getur nú orðið töluvert. Sbr það að í dag druslaðist ég fram úr rúminu kl. 11 og var engan veginn vöknuð og rak litlu tána svona líka rösklega í og auðvitað í minni heppni tókst mér að brjóta hana ekki að þetta þurfi að koma á óvart En ég s.s. lét kíkja á kvikindið og fékk þann úrskurð að mjög líklega væri hún brotin, ekkert hægt að gera við því þannig að til að ná úr mér skapvonskunni fór ég heim og drap boxpúðann allrækilega.
En núna s..s er ég í matarpásu og skrapp heim og steikti mér einn yndislegan hamborgara eða það hélt ég, var búin að hlakka mikið til að borða og fór og keypti mér allt í þetta, en svo reyndist sjálft kjötið bara vont mæli ekki með að kaupa kjöt frá Eðal hef reyndar aldrei heyrt um það fyrr En niður fór hann samt og svo núna hangi ég bara í töllunni þangað til ég þarf í næstu vitjun um kl 18:40.
Best að hætta þessu bulli og drullast áleiðis í vinnuna er búin kl 22 og þá ætla ég að prófa að hlaupa með brotna tá held það geti virkað en efast um að stíllinn verði flottur haha.......
Adios amigos sjúlli kveður á leið til vinnu
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt 19.7.2006 kl. 07:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.