16.5.2007 | 22:45
Pirrrrrrr
Andskotans var búin að blogga svona eðal langt blogg og ótrúlega hnyttið og skemmtilegt en hvað það bara hvarf merkilegur andskoti.
Byrja aftur. Við hjúin fórum í dag og fjárfestum í ísskáp, þvottavél og viftu og fáum þetta á föstudag og mánudag, en svo ákváðum við að fjárfesta líka í kaffihúsi svona alvöru kaffikönnu sem malar og býr til expresso, cappocino og Swiss mokka eða maður getur gert það, Hildur og Lilja má bjóða ykkur í kaffi. Eigum eftir að læra aðeins á hana.....bara æði
Buðum Óskari, Unu og börnum í pizzu ala Eyþór og var hún bara algjör snilld, karlinn er alveg eðalkokkur, buðum þeim svo kaffi úr nýju flottu vélinni og lífrænt ræktað súkkulaði með....það stóð á hillunni lífrænt ræktað haha
Helga Björg og Binni til hamingju með soninn, en þau eignuðust son í kvöld er ekki enn búin að heyra stærðartölur en það hlýtur að koma fyrr en varir, hrúgast alveg börnin inn í fjölskylduna, 2 mánuðir á milli Kötlu og drengsins:)
Brynja brá sér á dansleik í Síðuskóla með fótboltagellum bara gaman að því vona að hún verði ekki mjög lengi þar sem mamman er frekar lúin þessa dagana.. Erum búnar að vera að dunda í fermingarundirbúningi skoða salinn, ræða við húsvörðinn, kom nú í ljós að það er bókuð fermingarveisla í salnum daginn áður líka þannig að líklega getum við ekki fengið salinn fyrr en um morguninn ekki að það er ekkert mál, verst með fermingartertuna veit ekki hvar ég á að geyma hana þvi við þurfum að taka hana á laugardaginn þar sem bakaríið er lokað á sunnudag en það reddast. Búnar að kaupa eitthvað skreytingarefni en eins og alþjóð veit er þemað bleikt og fjólublátt.
Mási bro varð 50 ára þann 14 maí sl. ef fólk er að velta fyrir sér afhverju það var flaggað, ekki fyrir forsetanum heldur Mása....ójá
Ási frændi datt í bæinn í gær var að dæma próf upp í Háskóla og náði svo að hitta familiuna aðeins hef ekki séð hann í einhver ár enda hefur kallinn verið búsettur í Danmörku....hitti hann aftur í fermingunni hennar Brynju en hann kemur þangað með dæturnar en María verður í útlöndum með vinkonum sínum að fagna 30 ára afmælinu sínu minnir mig.
Slæmur dagur búinn að vera hjá Kötlu í dag, var að byrja að gefa henni AD vítamíndropa sem hjúkkan sagði að hún yrði að fá og þeir fara svona heldur betur í magann á henni og ætla ég sko ekki að gefa henni þá aftur...ónei
Verð að koma því hér að að ég stóð öll prófin, búin að fá úr 3 og veit ég stóð það 4 þó svo að einkunn sé ekki komin, segi nú ekki annað en hjúkk
Best að fara að glápa á tv ekkert betra að gera
Sjúlli kveður þrælmontinn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ sæta mín*
Enn og aftur til hamingju með prófin þín, þetta er glæsilegt hjá þér!!!
Ef ég er Liljan sem þú ert að bjóða í kaffi þá að sjálfsögðu þygg ég það,,,næst þegar ég kem... Ég var einmitt að nöldra í Fannari í dag að ég bara ÞYRFTI að fá svona græju,, hér er engin Erna og engin Hildur til að fara með á Te og Kaffi og ekki nenni ég þangað ein,,,en ég nenni alveg að drekka gott kaffi hér heima hjá mér ein:)
En leiðinlegt hvað henni Kötlu okkar er illt í kútnum sínum, þetta er ábyggilega ekkert auðvelt fyrir hana greyið..!
Ég hlakka til að sjá ykkur öll um næstu,,,já eða þarnæstu helgi í fermingu. Knús til ykkar allra þangað til*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:10
Hæ hæ.
Reyndi að hringja í ykkur í gærmorgun en þið voruð ekki heima. Ætlaði endilega að drífa mig að sjá Kötlu litlu sem ég hef ekki séð svo lengi. Ætla að sofa í dag því ég er á næturvakt en reyni aftur á föstudag og fæ þá vonandi kaffi úr nýju græjunni.
Kv. Solla.
Solla (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 07:26
Já Lilja þú ert eina sanna Kaffi Liljan sem ert ævinlega velkomin í kaffi ekkert gervidrasl núna sko:) Verð að læra á vélina um helgina og verð tilbúin með afbragðs Swiss Mokka þegar þú kemur í bæinn næst:)
Solla var heima í allan gærmorgun fór út kl 12 sendi þér sms kl 11:30:) Svara ekkert alltaf í símann ef ég er að gefa Kötlu þannig að ég var heima til 12 eins og ég sagðist verða:) Já velkomin á föstudag verð eitthvað heima, fer kannski út að labba samt :) En bjallaðu gætum tölt kannski eitthvað saman
Erna (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.