Leti og aftur leti

HlæjandiBest að skrifa eitthvað á þessa blessuðu síðu fyrst hún er til. Margt og mikið skeð síðan síðasta almennilega bloggið leit dagsins ljós á þessari síðu. Við hjúin giftum okkur s.s með pomp og prakt þann 1. júlí s.l. Ætla að stikla á stóru varðandi þann dag.....

Veðrið var eins og pantað sól og blíða engin spurningSvalur Við stelpurnar drifum okkur í greiðslu til Írisar og förðun til Helgu um 12 leytið eftir að hafa lagt blessun mína yfir skreytingar á borðum og slíkt, en Eyþór var enn kófsveittur við eldamennskuna með múttu sína sér við hlið þegar við stungum afHissa Vorum búnar í snyrtiveseninu um 14:30 og fórum þá heim þar sem svaramaðurinn minn (pabbi) var mættur á svæðið og til í slaginn. Eyþór skrensaði svo inn um dyrnar 14:55 eftir að hafa verið að klára það sem eftir var, átti þá eftir að skutlast í sturtu og við í dressin og síðan var rölt út í Ford Taunus að sjálfsögðu alveg pollróleg og yfirveguð.

Tókum smá prufurúnt og hlustuðum á Sven Ingvars syngja "jeg ringer pa fredag" Taunusinn innheldur nefnilega plötuspilara,  þar sem við áttum ekki að mæta í kirkjuna fyrr en 16:03. Þegar við komum að kirkjunni biðu okkar þar sr. Óskar og mæðurnar okkar, Ragnhildur Sól hringaberi og hennar foreldrar. Athöfnin gekk frábærlega fyrir utan að brúðurin var ekki lengur eins pollróleg eins og hún hafði verið áður en hún fór af stað, hjartað hamaðist, hendur og hné skulfu en brúðguminn var nokkuð öruggur með sig fyrir utan að á andlitinu á honum var fast brosHlæjandi sem var hið besta mál.

Brynja og Rakel löbbuðu á undan með Ragnhildi Sól og voru allar svo sætar og krúttaralegar. Ragnhildur neitaði reyndar að afhenda hringana en Brynja sá nú til þess að hringarnir rötuðu í réttar hendur.

Við höfðum yndislegan prest hann sr. Óskar sem gaf okkur saman og sagði margt svo fallegt og gott okkur til handa, hefði enginn gert það á sama hátt og hann, takk fyrir það Óskar okkarHlæjandi

Stelpurnar hans Eyþórs (Stúlknakórinn) söng í athöfninni og voru hreint út sagt yndislegar, fékk hroll þegar þær byrjuðu að syngja í bljúgri bæn það var svo frábært. Þær sungu líka í veislunni og fóru á kostum þar líka. Þrefalt húrra fyrir þeim og takk kærlega stelpur þið voruð æðislegar.

Síðan fórum við með Mása bróður (Ernu) upp í Kjarnaskóg þar sem við löbbuðum um stóran hluta skógarins til að finna "réttu staðina" , hann tók um 260 myndir af fjölskyldunni en brúðurin á við myndavélafobíu að stríða þannig að það verður spennandi að vita hvort einhver finnst sem er nokkuð eðlileg, smá sýnishorn komið á netiðSaklaus

Loks var brunað í veisluna sem var í safnaðarheimilinu og þar fengum við helling af hrísgrjónum yfir okkur og húrrahróp sem Lúlli veislugúru hafði æft og í lokin bravóhróp sem stúlknakórinn og Tobbi höfðu æft af stakri snilld. Svo var knúsað og kysst í góða stund.

Við hjúin höfðum mallað veisluna alveg sjálf og vorum að sjálfsögðu mjög sátt við útkomuna nema að við elduðum ca helmingi meira en borðað var...hmm en erum núna komin í góða æfingu fyrir næstu veislu sem verður haldin vonandi bara mjög fljótlegaSvalur Nokkrar kórstelpur sáum um að ekkert vantaði á hlaðborðið og stóðu sig vel í því eins og allt sem þessar elskulegu stelpur gera, það er jú þeim að þakka að stóru leyti hversu vel allt tókst tilHlæjandi

Síðan söng Hafdís Þorbjörns fyrir okkur við undirleik Arnórs og það var ÆÐISLEGT í einu orði sagt eigum það á dvd til að ylja okkur við í ellinni sem og reyndar alla athöfnina og veisluna en um það sá Guðmundur mágur Ernu. Dæturnar okkar fóru einnig með tvö ljóð sem Brynja samdi og var alveg snilld líka komu okkur algerlega á óvart með þvíKoss 

Flestir gestir voru farnir heim um kl. 21 og við nýbökuðu hjónin einnig, nokkrar kórstelpur sáu um að ganga frá fyrir okkur þannig að við fórum bara heim með dætrunum og áttu ljúft kvöld heima við...þannig var þetta í mjög stórum dráttum...

Bara æðislegur dagur og allir boðnir og búnir að gera okkur hann sem yndislegastanSvalur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband