10.5.2007 | 22:29
Júró skúró
Helv....út á hvað gengur þessi fjandans keppni eiginlega. Klíka og ekkert annað hef held ég aldrei séð eins svakalega mikið af leiðinlegum lögum og í þessari keppni núna og þvílíkur skandall að Eiki flotti komst ekki áfram. Ég sem fékk gæsahúð og verk í júllurnar þegar ég hlustaði á lagið......ætla ekki að horfa á laugardagskvöldið....bara nenni því ekki þoli ekki þessa keppni........
Hérna var ættarmót þvi sem næst, bauð Hillu og dætrum, mömmu, Liljunni, og svo birtist Viddi mágur hér og var ég með Burritos jájá ekkert smá eðal, allir í stemmara en svo fór sem fór, Liljan brunaði á Egilsstaði eftir þessa sorglegu niðurstöðu og býst ég fastlega við að hún þurfi að stoppa stöku sinnum hreinlega til að þerra tárin, já svona getur júró verið ömurlegt, vil bara að við íslendingar hættum að taka þátt þar sem það er fyrirfram ákveðið hver vinnur þetta helv.....ég er svekkt engum blöðum um það að fletta.
Sjúlli kveður með tár á hvarmi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Tek undir sorg þína. Ekki laust við að maður brynni músum yfir þessu öllu saman.
Ísland úr júró?!
Margrét Brynjars (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 22:50
djöfulsins djöfull,,,það er það eina sem ég get sagt!!!
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.