Búin

Þvílík sæla, þvílík gleði, þvílíkt dásamlegt ég er búin í prófunum. Ætla ekki að lýsa því hvað mér liður dásamlega vel. Las eiginlega ekkert fyrir sálfræðina já eða bara ekkert mætti segja, sat með einhverjar glósur og horfði á þær, gekk samt held ég alveg ágætlega en ég gef samt engar yfirlýsingar kannski hef ég fallið og það skítfallið eins og ég held ég hafi skítfallið í LOLinu jájá skeinarinn kemur að góðum notum.

Er að verða pirruð á þessum þursum sem eru í framboði nema nottlega mínu fólki. það er ekkert í sjónvarpinu nema einhverjar kosningaauglýsingar. Svona er þetta. Verð með smá júró partý hérna annaðkvöld, allir velkomnir látið bara vita í tíma:) Mamma og Lilja eru búnar að boða komu sína eru fleiri .... Eyþór neitaði að vera með aukaæfingu hjá kirkjukórnum, fórnar nú ekki Eika bleika fyrir kórinnLoL

Munaði engu að hann og Katla yrðu hreinlega straujuð niður í dag af gamalli kerlingu á bíl sem vissi ekki alveg hvort hún ætlaði að bakka eða fara áfram, bakkaði og niður af svona stalli og hrundi ofaná á stóran og glæsilegan Volvo jeppa kerlingargreyið. Eyþór og Katla voru akkúrat að labba þarna og Eyþór sá kjelluna en eitthvað sagði honum að fara tilbaka rétt áður en þetta skeði annars líklega hefði ekki verið að spyrja að leikslokum þar sem sú gamla bakkaði á mikilli ferð. Pjúff var heldur skelkaður greyið kallinn en sem betur fer þá fór þetta betur en á horfðist. Katla sást meira að segja í fréttatímanum á stoð 2 að vísu bara í vagni en Eyþór sást:) Fræg bara

Ætla að fara að borða

Sjúlli kveður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband