Skeinari til sölu

Brynja er í fjáröflun fyrir flokkinn sinn hjá Þór og fengu þær það skemmtilega hlutverk núna að selja 48 rúllur af skeinara hver. Já takk fyrir nú er um að gera að næla sér í skeinara á góðu verð, hann er alls ekki sá ódýrasti en ég meina þetta er nú fjáröflun og yfirleitt endar mamman á því að kaupa allt helv.... draslið:) En núna fjárfesti ég nú ekki í nema 24 rúllum þannig að við erum vel stödd hér á bæ ef herra Drulla kemur í heimsókn, eru ekki fleiri sem vilja vera tilbúnir á móti þeim óvætti sem hann getur veriðLoL

Eyþór tók sér frí í dag allt nema hann þarf á kóræfingu í kvöld, svo ég gæti nú lesið undir próf sem ég er að fara í á morgun og veit að ég er fallin í en ætla nú samt að reyna, hef ekkert getað lært eiginlega síðan ég átti Kötluna. Er núna í smá pásu tek tölvupásu í staðinn fyrir kúkapásu enda er ég að spara skeinarann verður eflaust full þörf á honum á morgun fyrir próf....ég veit ég er dönnuð. Hann s.s. skrapp í göngutúr núna með Kötlu í rigningunni.

Hlakka til helgarinnar, bæði kosningar, júró og ég búin í skólanum þessa önnina jibbí. Eyþór verður að vísu fyrir sunnan um næstu helgi með kirkjukórinn sinn þannig að engin júróstemming hjá honum sko hvað þá kosningastuð, var að hvetja hann til að fara og kjósa utankjörstaðar...... 

Ég ætla að fara að lesa fyrir LOL reyna að læra allt sem ég get aldrei, til hvers þarf ég í sjúkraliðanum að kunna eitthvað um heilataug nr XII sem heitir undirtungutaug efast um að ég þurfi að nýta mér þá þekkingu innan um allt gamla og fallega liðið mitt, skal nú segja ykkur þarð

Sjúlli kveður alveg að fara á taugum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Hvað væri lífið á skeinipappírs?  Ég hef heyrt því fleygt að meiraðsegja ofurfyrirsætur og annað frægt fólk þurfi líka að kúka stöku sinnum, þetta er ekki bundið við okkur plebbana.

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 7.5.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband