3.5.2007 | 22:28
Maður fær nú bara bauga:)
Skal nú segja ykkur það þetta er nottlega bara hneyksli að Jón Ásgeir skyldi ekki vera alveg sýknaður hvað er málið jeddúda mía, pæliði að lenda í einelti í rúm 5 ár issssss þessir skítalubbar sem standa fyrir þessu, ég segi nú bara X Baugur:)
Minn maður Steini (kunningjanafn) var í Kastljósinu áðan alveg eðal magnaður að venju, upp fyrir Steina setja X við V á kjördag jájá skal nú segja ykkur það, svo var nú Katrín varaformaður flokksins í Meistarnum stóð sig svona glymrandi vel en kallinn vann hana samt á síðustu metrunum, setjum líka X við Katrínu.....æi setjum bara x út um allt:)
Stormaði í dag og keypti mér böns af tjull efni og nei fyrir ykkur sem haldið að ég sé að fara að sauma pungbindi á kallinn þá er það rangt, þetta er ætlað sem flugnanet fyrir glugga heimilisins þar sem svo ótrúlega skemmtilega vill til að randaflugur sumarins eru þyrlur en ekki litlar sætar randaflugur, ógeðs hlussur sem ég vil alls ekki fá inn um gluggann hjá mér. Búin að sjæna fyrir einn í stofunni og niðri hjá Brynju hún er alveg niður við blómabeð þannig að inn til hennar koma ótrúlegustu kvikindi eins og María maríubjalla, Golli geitungur og svo ekki sé minnst á Þóru þyrlu. Ætti kannski að skrifa barnabók um þessi kvikindi
Sit annars hérna ein og yfirgefin Eyþór "skrapp" í vinnuna í morgun og ég sá hann aðeins kl 20 og svo einhvern tímann í nótt þegar hann laumast inn og fer að hrjóta....heyri kannski svona meira í honum jájá
Fórum mæðgur til tannsa í dag, ég ekki farið í næstum ár og viti menn ég ekki með neitt skemmt en á að endurheimta kynni mín við hr. tannþráð Brynja fór svo líka og sama sagan þar engin skemmd, en á að kíkja til Teits tannsa til að láta endurmeta þörf á spöngum en engin skemmd en þrátt fyrir það þurfti ég samt að borga samtals 24.000 kr fyrir að segja okkur að við værum æði, ekki að það er peninganna virði....
Jæja ætla að fara að læra er að fara í próf eftir 4 daga my gad og ég er eiginlega ekkert byrjuð að læra og við erum að tala um að ég hef kannski 2 tíma á dag til að læra, my gad aftur............
Sjúlli kveður með colgate bros
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sko, ef þig langar í ótrúlega góða lausn á gluggavandamáli þá er hún hér: ég keypti fínasta flugnanet í garðheimum minnir mig eða blómaval, virkar svart á rúllunni en er svo eiginlega alveg ósýnilegt og níðsterkt, setti franskan rennilás með lími á kantinn kringum opnanlegu gluggana og saumaði hann á netið (og hafa auka flipa af franska til að toga í þegar maður tekur netið frá til að opna), algjör schnilld!!
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 5.5.2007 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.