29.4.2007 | 16:05
Hiti og sviti
ég sem hef alltaf elskað sól og hita komst að því í dag að ég hreinlega þoli ekki þennan mikla hita sem er búinn að vera, er líklega að eldast eins og maður gerir víst alltaf en hraðar en ég átti von á Katla búin að vera jafn ergileg og mamma í þessum hita og búin að vera hálf nakin hér í allan dag en samt liðið illa, samt er nú kaldara inni en úti, 19°búið að vera í dag og spáð næstu 2 daga, ástandið á mér hlýtur að stafa af því að ég er nýbúin að eiga eða þá að ég á ekkert til að vera í í svona hlýju veðri nema víða og góða jakka, kemst nú ekki í neitt eiginlega ennþá og ekki búin að kaupa mér neitt ennþá en það verður gert sko um leið og ég fæ aur inn á reikninginn minn
Búin að vera að dunda mér við að læra í dag en ekki nógu mikið miðað við að ég er að fara í próf í kvöld en annaðhvort fellur maður eða stendur svo einfalt er það nú. Étið líka hnetur hér í hálfa gjöf og drukkið vel með ýmist vatn eða pepsi max svona ef þið hefðuð áhuga á því að vita það.
Brynja fór að horfa á æfingu, má ekki spila þar sem hún er tognuð á ökkla og þurftu hún og Eyþór að bíða í næstu 3 1/2 tíma á slýsó í gær til að fá þá niðurstöðu og ég sem var búin að greina þetta...jeddúda....vorum í eðal brunch hjá Unu og Óskari í gær fengum lummur með sírópi hræðilega gott og með eindæmum hollt og margt annað góðgæti fengum við líka. Eyþór er að tralla sér í einhverri miðalda messu í miðalda fötum með miðalda fólki með miðaldar húmor skal nú segja ykkur það aftur til fortíðar á vel við. Katla sefur í víbringsstólnum og víbrar á fullu er með smá mallakveisu ekkert af neinu viti samt, er meira örg út í veðurguðina fyrir þennan mikla hita Skal alltaf væla yfir veðrinu annaðhvort er of kalt eða of heitt aldrei hægt að gera mér til hæfis, ekki það að ég hef svo sem heyrt það svo oft áður Ætla út á eftir kannski meira að segja mjög fljótlega kl er bara 16 þannig að það er mikið eftir af deginum enn, fer kannski og fæ mér ís já eða pepsara maxara, te og kaffi búnir að loka þannig að ég fæ ekki swiss mokka í dag, fæ mér hann bara á morgun elska swiss mokka.
Mér leiðist líka og ég er svo þreytt svaf hrikalega illa i nótt, eiginlega ekki neitt og það var sko ekki Kötlu að kenna hún svaf nefnilega frá 21:30 til 03.00 ótrúlega góð en þá auðvitað þurfti mamman að vaka eins og asni.
Best að fara að læra um afhverju maður sér og hvað stafir og keilur eru og fleira svoleiðis skemmtilegt *æl* þoli ekki LOL
Sjúlli kveður í slöku standi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.