skandall og skamm

Ætla í þriðja skiptið að reyna að blogga,vistast ekki þetta drasl en s.s. allt er þegar þrennt er.

Er ekki eins svaðalega mikill penni eða jafn djúp og minn elskulegi eiginmaður en ætla nú samt að tjá mig um sama efni og hann er reyndar búinn að vera að tjá sig um.

Þið svartklæddu menn ættuð að skammast ykkar flestir að kjósa á móti giftingu samkynhneigðra. Er þetta ekki bara mannréttindabrot að fá ekki að giftast þeim sem maður elskar burt sé frá því hvort viðkomandi sé maður eða kona, erum við ekki öll menn frammi fyrir guði. Mér finnst það til skammar líka að 42 prestar minnir mig skrifuðu undir en svo kjósa ekki nema 22 ef ég man rétt á prestastefnunni, hvað er málið. Geta menn ekki staðið við það sem þeir skrifa undir. Mér finnst þetta mjög mikil þröngsýni af hálfu kirkjunnar ef ég á að segja alveg eins og er, og ég er í raun ekki hissa þó svo að fólk segi sig úr kirkjunni. 

 Jæja hætt að tjá mig um þetta en vona að það verði haldið áfram að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum "hins fólksins" maður hlýtur að velta fyrir sér hvort samkynhneigðir séu ekki bara "hitt fólkið" einhver annar þjóðflokkur miðað við þetta allt saman, fyrir mér eru samkynhneigðir bara eins og við "þetta fólk" og presta, kokkar, bakarar og allt annað:) Jahérna ég er farin að  rugla og ég er svo ekki vön því haha..

Best að fara að hugsa um barnið mitt......litla

Sjúlli kveður alveg skuggalega hissa á öllum prellum þessa lands nema þessum 22:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko..  það er alveg rétt,,þetta er til háborinnar skammar... Ég hef aldrei haft neina sérstaka skoðun á þjóðkirkjunni,,enda ekki mjög trúuð manneskja. En einhvernveginn núna þá er ég alveg GA... Ég eiginlega á ekki til orð og veit eiginlega ekkert af hverju ég var að kommenta hjá þér.. kannski er það bara svona gaman:)

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband